Þeir sem tóku þátt í björgunar­að­gerðum í Skötu­firði í gær þar sem bíll fór í sjóinn eru nú lausir úr úr­vinnslu­sótt­kví. Sýni þeirra sem lentu í slysinu og komu til landsins frá út­löndum í gær reyndist nei­kvæð.

Eins og greint var frá í gæt þurfti nokkur hluti við­bragðs­aðila sem tóku þátt í að­gerðunum í gær að fara í úr­vinnslu­sótt­kví í kjöl­far þeirra. Það var vegna þess að fjöl­skyldan sem lenti í bíl­slysinu var ný­komin til landsins og var í nokkurra daga sótt­kví á milli fyrstu og annarrar sýna­töku á landa­mærunum.

Niður­staða sýnanna varð ljós nú eftir há­degi í dag og reyndust þau nei­kvæð. Við­bragðs­aðilarnir eru því lausir úr sótt­kví.

Eins og greint var frá í dag lést kona sem lenti í slysinu á gjör­gæslu­deild seint í gær­kvöldi. Hinir sem voru í bílnum voru ungt barn hennar og faðir þess. Þau eru enn í læknis­höndum á spítala og ekki hægt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu.

Rann­sókn á til­drögum slyssins stendur enn yfir.

„Sóknar­presturinn í Önundar­firði hefur opnað Flat­eyrar­kirkju og býður þeim sem það vilja að koma þangað og eiga stund milli kl. 14:00 og 16:00. Gætt verður að sjálf­sögðu að sótt­varna­reglum," segir þá í til­kynningu frá lög­reglunni á Vest­fjörðum.

Viðbragðsaðilar lausir úr úrvinnslusóttkví. Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í lífsbjargandi aðgerðum þegar umferðarslysið...

Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Sunday, 17 January 2021