Aftakaveður verður á landinu í dag og víðast hvar er stórhríð með tilheyrandi ófærð á vegum. Norðaustanátt í dag fer í 20-28 m/s og allvíða veður talsverð snjókoma. Frost er 2 til 10 stig, kaldast fyrir norðan.

Ekki er búist við að opnað verði á vegum fyrr en seinni partinn í dag en hlýna tekur þegar líður á daginn og skánar veðrið um landið sunnan- og austanvert síðdegis og í kvöld, en þá snýst í hægari suðaustanátt með rigningu og hlýnandi veðri. Í nótt og í fyrramálið batnar svo veðrið norðvestanlands.

Það hvessir aftur á morgun, en þá gengur í suðvestan 15-23 m/s með skúrum og síðar éljum.

Helstu leiðir eru ófærar á Norðausturlandi og verð það í dag. Ófært er á Vestfjörðum sem og á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði. Ekkert ferðaveður er á Suðurlandi, Þjóðvegurinn er lokaður undir Eyjafjöllum og í uppsveitum og einnig í Öræfum.