Starfsfólk Eflingar heldur félaginu í gíslingu að mati Viðars Þorsteinssonar, fyrrum framkvæmdarstjóra Eflingar. Þetta kom fram í viðtali við Viðar í Kastljósi í kvöld.
Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér sem formaður Eflingar á dögunum en í pistli á Facebook í gær lýsti hún upplifun sinni að hafa heyrt ofbeldishótanir í sinn garð.
Í viðtalinu talar Viðar um leið um að ofbeldismenning lifi innan Eflingar og vitnar í pistil Sólveigar í gær.
Í Kastljósi í kvöld lýsti Viðar yfir efasemdumí garð frásagna starfsfólks af óöryggi, áhyggjum og ótta yfir uppsögnum hjá Eflingu.
Um leið hafi ósannar ásakanir gegn honum og Sólveigu orðið að mannorðsdrepandi rangfærslum.
„Þetta skildi eftir þann raunveruleika í raun og veru að þeir sem vilja geta fremur auðveldlega komist upp með það að fara fram með mjög grófar og ósannar ásakanir á hendur okkur“ segir Viðar
Í viðtalinu talaði Viðar um að kannanir sýndu fram á að það væri starfsánægja á skrifstofu Eflingar og yfir meðaltali á landsvísu.
Því hafi stjórnin tekið ákvörðun um að lýsa yfir ánægju með störf skrifstofunnar.