Minnkandi vestan­átt í dag, smá­skúrir og frekar milt á landinu, en norð­aust­læg átt fyrir norðan í kvöld með éljum og kólnandi veðri segir í hug­leiðingum veður­fræðings Veður­stofu Ís­lands. Hiti á bilinu 3 til 9 stig.

Á morgun er spá austan- og norð­austan­átt, víða kaldi eða stinning­skaldi en hægari vindur á Norð­austur- og Austur­landi. Stöku él og hiti kringum frost­mark norðan- og austan­lands, annars rigning eða slydda með

köflum og hiti 1 til 5 stig.

Og á sunnu­dag er út­lit fyrir að herði á vindi og bæti í úr­komu sunnan- og vestan til á landinu.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á laugar­dag:
Austan og norð­austan 8-15 m/s, en hægari NA-til. Rigning eða slydda með köflum og hiti 1 til 5 stig, en dá­lítil él og hiti kringum frost­mark á N- og A-landi.

Á sunnu­dag:
Austan og norð­austan 10-18 með slyddu eða snjó­komu, en rigningu SV-lands síð­degis. Tals­vert hægari vindur og úr­komu­lítið um landið NA-vert, hiti breytist lítið.

Á mánu­dag:
Hvöss austan­átt og rigning eða slydda. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðst.

Á þriðju­dag:
Stíf norð­austan­átt. Úr­komu­lítið V-lands, annars rigning eða slydda en snjó­koma á N-landi. Heldur kólnandi.

Á mið­viku­dag:
Norð­austan­átt og él, en létt­skýjað SV-til. Frost um mest allt land.

Á fimmtu­dag:
Norð­vest­læg átt, úr­komu­lítið og á­fram kalt í veðri.