Í dag er spáð vestan og suð­vestan 5 til 10 metrum á sekúndu og víða skúrir, en úr­komu­lítið á Suður- og Vestur­landi seinni­partinn. Hiti verður á bilinu 8 til 17 stig að deginum, hlýjast austan­lands.

Hægari vindur á morgun og stöku skúrir. Yfir­leitt þurrt á sunnan­verðu landinu, en líkur á vætu þar undir kvöld. Hiti 7 til 14 stig.

Fram kemur í hug­leiðingum veður­fræðings Veður­stofu Ís­lands að á morgun sé spáð fremur hægri suð­lægri eða breyti­legri átt og stöku skúrir norðan­lands.

Á sunnan­verðu landinu verður skýjað með köflum og yfir­leitt þurrt, en líkur á vætu undir kvöld. Hiti 7 til 14 stig.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á sunnu­dag:
Norð­læg átt 3-8 m/s. Skúrir um landið norðan­vert og hiti 6 til 10 stig. Víða bjart­viðri sunnan heiða með 10 til 15 stiga hita yfir daginn, en líkur á stöku skúrum.

Á mánu­dag:
Norð­vest­læg eða breyti­leg átt 3-8 og skúrir, en víða þurrt og bjart um landið sunnan­vert. Hiti 6 til 13 stig, mildast sunnan til.


sunnan til
Á þriðju­dag:
Hægt vaxandi suð­læg átt og bjart með köflum, en stöku skúrir sunnan til. Þykknar upp vestan til um kvöldið. Hiti 8 til 14 stig.

Á mið­viku­dag:
Á­kveðin suð­austan- og sunnan­átt og rigning eða skúrir, en lengst af úr­komu­lítið norð­austan­lands. Hiti breytist lítið.

Á fimmtu­dag:
Breyti­leg átt og all­víða væta með köflum. Fremur milt í veðri.