Í dag má búast við hægri suð­aust­lægri og breyti­legri átt og víða rigningu eða skúrum. Sér­stak­lega fyrir norðan. Í hug­leiðingum veður­fræðings kemur fram að helst muni sjást til sólar á Austur­landi.

Á­fram verður þó fremur hlýtt í veðri og getur hiti farið nærri 20 stigum í inn­sveitum þegar best lætur. Sums staðar verður þoku­loft við sjávar­síðuna að nætur­lagi og jafn vel fram eftir degi og því mun svalara þar.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á þriðju­dag:

Hæg breyti­leg átt, skýjað með köflum og víða skúrir, síst þó fyrir austan. Hiti víða 12 til 17 stig.

Á mið­viku­dag, fimmtu­dag og föstu­dag:

Aust­læg eða breyti­leg átt, 3-8 m/s og rigning með köflum eða skúrir og fremur hlýtt í veðri.

Á laugar­dag og sunnu­dag:

Suð­aust­læg átt og rigning með köflum, en þurrt að kalla fyrir norðan. Heldur hlýnandi veður.

Nánari upp­lýsingar um veður er hægt að fá á vef Veður­stofunnar og færð vega ávef Vega­gerðarinnar.