Suð­vestan­átt og milt veður eru í kortunum í dag. Þetta er meðal þess sem fram kemur í hug­leiðingum veður­fræðings á Veður­stofu Ís­lands.

Vindurinn ætti þó að ná sér vel á strik á Norður­landi. Búast má við snörpum vind­strengjum við fjöll þar en létt­skýjað verður á austan­verðu landinu en að öðru leyti skýjað og úr­komu­lítið fram á kvöld.

Á morgun má búast við suð­vestan hvass­viðri eða stormi, þó hægara verði suð­vestan­lands. Súld eða rigning en þurrt á Austur­landi. Snýst í norðan tíu til fimm­tán metra á sekúndu um kvöldið með snjó­komu eða éljum og kólnar hratt.

Á páska­dag er búist við stífri norðan­átt með éljum og tals­verðu frosti norðan heiða. Síð­degis á páska­dag er út­lit fyrir hvass­viðri eða storm austan­til á landinu.

Veður­horfur á landinu næstu daga:

Á sunnu­dag (páska­dagur):

Norðan 15-23 m/s, hvasst austast, en dregur tals­vert úr vindi V-lands síð­degis. Élja­gangur á N-verðu landinu, en víða létt­skýjað sunnan heiða. Frost 4 til 15 stig, mest inn til landsins.

Á mánu­dag (annar í páskum):

Norð­vestan og vestan 8-13 m/s og él, en bjart­viðri SA-lands. Frost víða 1 til 8 stig, en frost­laust við SV-ströndina.

Á þriðju­dag:

Fremur hæg vest­læg átt og bjart með köflum. Frost víða 0 til 8 stig, en frost­laust á S- og V-landi.

Á mið­viku­dag:

Út­lit fyrir norð­austan­hvass­viðri með snjó­komu víða um land og herðir á frosti.

Á fimmtu­dag:

Lík­lega stíf norðan­átt með éljum og tals­verðu frosti, en björtu veðri S- og V-lands.