Veður­stofa Ís­lands spáir austan og norð­austan­átt í dag, víða all­hvassri eða hvassri, tíu til á­tján metrar á sekúndu en mun hægari austan til. Dá­lítil él á norðan­verðu landinu, en bjart með köflum syðra.

Þetta kemur fram í hug­leiðingum veður­fræðings. Hann spáir aust­lægari vindum á morgun. Þá léttir smám saman til en stöku él úti við sjávar­síðuna og á­fram svipað veður á fimmtu­dag.

Frost­laust allra syðst. Annars tals­vert frost, einkum í inn­sveitum nyrðra.

Veður­horfur á landinu næstu daga:

Á mið­viku­dag:
Aust­læg átt, 10-18 m/s SV-til, hvassast og lítils­háttar slydda eða snjó­koma með ströndinni, en annars mun hægari vindar og bjart­viðri. Frost 0 til 10 stig, mildast syðst.

Á fimmtu­dag:
Austan 8-15 m/s S-til, skýjað með köflum og frost­laust með ströndinni. Annars hæg breyti­leg átt, víða bjart­viðri og frost 1 til 8 stig.

Á föstu­dag:
Suð­aust­læg átt og dá­lítil rigning eða slydda S- og V-lands og hiti yfir frost­marki, en annars hægir vindar, bjart­viðri og tals­vert frost.

Á laugar­dag:
Suð­læg átt, víða rigning eða slydda með köflum og hiti yfir frost­marki, en þurrt að kalla NA-lands og vægt frost þar.

Á sunnu­dag og mánu­dag:
Út­lit fyrir austa- og norð­austan­áttir með dá­lítilli snjó­komu eða éljum og hita við frost­mark.