Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir, odd­viti Sósíal­ista­flokksins, var á fundi með eigin flokks­mönnum þegar Frétta­blaðið náði af henni tali. Hún segist fast­lega gera ráð fyrir því að heyra í odd­vitum annara flokka síðar í dag.

„Ég er að tala við mitt fólk og við erum að leggja á­herslu á okkar mál. Það er fyrst og fremst það sem við erum að leggja á­herslu á,“ segir Sanna að­spurð að því hvort hún hafi rætt við aðra odd­vita í dag. Sósíal­istar hafa úti­lokað sam­starf við Við­reisn og Sjálf­stæðis­flokkinn.

Ertu þá hluti af ein­hverjum meiri­hluta­við­ræðum sem stendur?

„Nei, ég er bara með fólkinu mínu hér, Sósíal­istum. Við erum að ræða saman,“ segir Sanna. Að­spurð hvort hún hafi meðal annars heyrt í Degi B. Eggerts­syni í dag, segir Sanna svo ekki vera.

Hún segist gera ráð fyrir því að hún verði í bandi við hina odd­vitana í dag. „Mér finnst bara mikil­vægt að heyra í fólki og held línunni auð­vitað opinni og ekkert að því að tala við fólk. Við sjáum bara hvernig dagurinn verður.“


Úti­lokar ekki sam­starf til hægri

Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir, odd­viti Við­reisnar, segist í sam­tali við mbl.is ekki úti­loka sam­starf til hægri. Áður hefur komið fram að Við­reisn, Píratar og Sam­fylking muni fylgjast að í við­ræðum um myndun nýs meiri­hluta næstu daga.

Segist Þór­dís hafa unnið með Sjálf­stæðis­flokknum að ýmsum málum á undan­förnu kjör­tíma­bili, þó það hafi ekki verið á­berandi í fjöl­miðlum.

Hildur Björns­dóttir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að sér finnist ó­trú­verðugt ef Fram­sókn myndi meiri­hluta með flokkum sem voru í gamla meiri­hlutanum.

„Nei, ég myndi ekki segja að ég hafi misst af lestinni, ekki miðað við ó­­­for­m­­leg sam­töl sem ég hef átt við odd­vita annarra flokka,“ segir Hildur.