Rósa Guð­bjarts­dóttir, bæjar­stjóri í Hafnar­firði og odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins, segir að hún sé hæst­á­nægð með niður­stöður nýrrar könnunar sem Prósent fram­kvæmdi fyrir Frétta­blaðið um fylgi flokka í Hafna­firði fyrir kosningarnar.

„Við munum ná fimmta manninum inn,“ segir Rósa en sam­kvæmt könnuninni heldur flokkurinn fylgi sínu frá síðustu kosningum en missir einn full­trúa og fær því að­eins fjóra í stað fimm sem þau núna eru með.

„Við erum glöð að vera að halda okkar fylgi. Við finnum fyrir miklum með­byr og gríðar­lega góð við­brögð við því sem við erum búin að vera að gera á kjör­tíma­bilinu. Við erum viss um að við náum að auka fylgið enn frekar fram á kjör­dag,“ segir Rósa.

En meiri­hlutinn fellur og þið missið einn full­trúa sam­kvæmt þessu?

„Já, en ég er hand­viss um að við náum að auka fylgið og halda fimmta manninum inni. Það er það sem skiptir okkur máli.“

Þetta virðist vera bar­átta á milli ykkar og Sam­fylkingarinnar, þín og Guð­mundar Árna, en það er svipað hlut­fallið af þeim sem vilja hafa ykkur sem bæjar­stjóra. Hefurðu ein­hver við­brögð við því?

„Nei, ég hef ekkert um það að segja, en er hæst­á­nægð með við Sjálf­stæðis­menn erum stærsti flokkurinn á­fram og hef fulla trú, miðað við þær undir­tektir sem við erum að fá, að við bætum við okkur á síðustu dögum. Við munum ná fimmta manninum inn.“