Jón Gunnars­son, dóms­mála­ráð­herra, segir fjölgun í til­kynningum um heimilis­of­beldi vera já­kvæða þróun, hann segir það sýna fram á traust á kerfinu.

„Við höfum gert mikið átak í þessum málum á undan­förnum árum og eitt stærsta fram­fara­málið í þessu frum­varpi sem var sam­þykkt frá mér og varð að lögum á Al­þingi í vor snýr að réttar­stöðu brota­þola í slíkum málum,“ sagði Jón að loknum ríkis­stjórnar­fundi nú í há­deginu.

Ný saman­tekt ríkis­lög­reglu­stjóra um heimilis­of­beldi sýnir að lög­reglan fékk 1.787 til­kynningar um heimilis­of­beldi og á­greining milli skyldra/tengdra aðila fyrstu níu mánuði ársins 2022. Það jafn­gildi að meðal­tali sjö til­kynningum á degi eða 198 á mánuði.

Um er að ræða tæp­­lega 12 prósent aukningu saman­­borið við síðustu þrjú ár þar á undan og hefur fjöldi til­­­kynninga til lög­­reglunnar um heimilis­of­beldi og á­­greining milli skyldra/tengdra aðila aldrei verið meiri, ef litið er til sama tíma­bils síðustu sjö ára.

„Það er auð­vitað gríðar­leg fram­för, við munum á­fram halda fullum þunga í á­herslum okkar á þessa mála­flokka, við höfum bætt núna við starfs­fólki í lög­reglunni, það voru aug­lýstar stöður seinni­partinn í sumar og haust, fólk sem er komið til starfa. Máls­hraðinn er að aukast,“ sagði hann.

Jón sagði á­stæðuna fyrir þessari aukningu, að mati sér­fræðinga, vera meðal annars sú að meira traust sé að byggjast á kerfinu. „Þess vegna fjölgar til­kynningum og það út á fyrir sig er já­kvætt, vegna þess að við vitum það að til­kynningar voru ekki að skila sér í kerfið.“

Hann segir hægt sé að ná betur um slík mál þegar til­kynningum um þeim fjölgi.

„Við munum halda á­fram á þessari braut með sama þunga og verið hefur. Mér segir lög­reglu­stjórinn á höfuð­borgar­svæðinu að bara sú við­bót í rann­sókn og sak­sókn í þessum málum, það er að segja fjölgun lög­fræðinga og lög­reglu­manna á þessum vett­vangi, að á­hrifin af því séu farin að koma fram og máls­með­ferðar­tíminn sé að verða á­sættan­legur núna á til­tölu­lega skömmum tíma,“ sagði Jón.