Vólódí­mír Selenskí, forseti Úkraínu, lauk rétt í þessu á­varpi sínu fyrir Al­þingi Ís­lendinga. Birgir Ár­manns­son, for­seti Al­þingis, tók fyrstur til máls og byrjaði á að bjóða alla vel­komna á þennan ein­staka við­burð. Hann sagði Ís­lendinga og þing­menn hafa fylgst með styrknum í Úkraínu­mönnum og sagði Al­þingi for­dæma harð­lega fram­gang Rússa.

Birgir sagði síðan við Selenskí að Íslendingar deila sam­eigin­legum gildum með Úkraínumönnum um lýð­ræði og mann­réttindi áður en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók til máls

Guðni sendi sam­stöðu og stuðnings­kveðjur til úkraínsku þjóðarinnar á þessum „dimmu tímum.“

„Við dáumst að styrk ykkar og þjóðar­anda and­spænis of­beldi hins rúss­neska inn­rásar­hers. Ég hef hitt landa þína hér á Ís­landi sem hafa þurft að flýja heim­kynni sín og komist alla leið til Ís­lands. Þau eru vel­kominn hingað og eiga hér griða­stað eins lengi og þau þurfa,“ sagði Guðni.

Guðni lauk ræðu sinni á úkraínsku og sagði: „ Við stöndum með öllum þeim sem leita friðar, við stöndum með þeim sem þurfa að verjast of­beldi og við stöndum með þeim sem vilja búa í frjálsu lýð­ræðis­legu sam­fé­lagi.“

Guðni Th. að ávarpa þingið og Selenskí.
Fréttablaðið/Skjáskot

„Þetta er mikill heiður fyrir mig að fá mæla hér á Al­þingi“

Selenskí hóf ræðu sína á góðri ís­lensku og sagði „góðan daginn." Hann sagðist þakk­látur fyrir tæki­færið að fá tala fyrir framan Al­þingi Ís­lendinga sem hann sagði það endur­spegla hinn frjálsa heim.

„Þetta er mikill heiður fyrir mig að fá mæla hér á Al­þingi sem endur­speglar hinn frjálsa heim,“ sagði Selenski. „Við erum mjög tengd í menningar­legu til­liti og höfum verið það í yfir þúsund ár,“ bætti hann við.

Stærð þjóða skiptir ekki máli heldur framlag hvers og eins

Selenskí sagði að það væri ýmis­legt sem tengdi Ís­land og Úkraínu en nú væri Úkraína þolandi á­rása frá Rússum. „Þeir vilja ná landi okkar og segja að Úkraína eigi ekki neinn rétt til sjálf­stæðis,“ sagði Selenskí.

„Við horfum kannski ekki á sömu ógnir og þið, með eld­gos og jarð­skjálfta, en við lítum á ykkur sem ná­granna,“ sagði Selenskí og bætti við að verið væri að berjast fyrir grund­vallar mann­réttindum í stríðinu í Úkraínu.

Hann sagðist þakk­látur fyrir að Ís­lendingar tóku þótt í efna­hags­að­gerðum gegn Rúss­landi. „Ég hvet ykkur ein­dregið til að halda þessari að­stoð á­fram og setja þrýsting á Rúss­land. Enginn við­skipti við ein­ræðið,“ sagði Selenskí og bætti við að öll lönd ættu að hætta að kaupa rúss­neska olíu.

„Það skiptir ekki máli hvort þjóðin er stór eða lítil heldur skiptir fram­lag hvers og eins máli,“ sagði Selenskí.

Hann sagði að fram undan væri mikil endur­upp­bygging í Úkraínu og sagði að reynsla Ís­lendinga í orku­málum gæti reynst vel á því sviði.

„En fyrst verðum við að vinna þetta stríð,“ sagði Selenskí að lokum.

Þingmenn risu úr sætum og klöppuðu fyrir forsetanum eftir hann lauk máli sínu.
Fréttablaðið/Skjáskot