Haraldur F. Gísla­son, for­maður Fé­lags leik­skóla­kennara, segir að það sé skyn­sam­legt að leik­skóla­starfs­menn séu í for­gangs­hópi í næstu um­ferð bólu­setninga. Smit­um meðal ungra barna fjölgaði um helg­ina og eru nú 14 smit meðal barna á aldr­in­um 1-5 ára.

„Við höfum verið í sam­bandi við ­yfir­völd í ein­hvern tíma og höfum verið að færa rök fyrir því að það væri skyn­sam­legt að starfs­fólk leik­skóla væri fyrst í röðinni þegar það kemur að áttunda hópnum, sem er næst í röðinni á eftir ein­stak­lingum með lang­vinna sjúk­dóma,“ segir Haraldur.

Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, sagði á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag að starfs­fólk leik­skóla yrði for­gangs­hópur og er reiknað með að bólu­setning hefjist um mánaða­mót. Haraldur segir það vera á­nægju­legar fréttir.

Spurður hvernig hljóðið er í leikskólakennurum eftir hópsmitið á leikskólanum Jörfa, segir Haraldur það vera eðlilegt þegar að svona bakslag kemur að fólk verði óöruggt.

„Þetta hóp­smit er auð­vitað von­brigði. Það eru sér­stök von­brigði að það skuli hafa komið upp vegna sótt­kvíar­brots á landa­mærunum. Ég vil ekki vera með neina smit­skömmun eða neitt slíkt en við hljótum að geta gert kröfu á það að fólk sýni á­byrgð og fari eftir til­mælum sótt­varnar­yfir­valda. Það er ekki ó­sann­gjarnt að gera kröfu um slíkt.“

Hann óskar jafn­framt öllum góðs bata sem hafa smitast út frá hóp­smitinu á Jörfa. „Ég vona að við náum utan um það og veiran dreifist ekki frekar,“ segir Haraldur að lokum.

Sam­kvæmt leiðar­vísi Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunarinnar (WHO) eiga kennarar og starfs­fólk skóla sem teljast fram­línu­starfs­menn, til dæmis leik­skóla­kennarar og kennarar barna sem erfitt er að kenna í fjar­kennslu eða að upp­fylltum fjar­lægðar­mörkum.

Leik­skóla­kennarar hafa verið taldir fram­línu­starfs­menn hér­lendis enda hefur leik­skólum ekki verið lokað frá því að far­aldurinn hófst.

„Það rök­styður þessar að­gerðir að starfs­menn leik­skóla séu í for­gangi í hópi átta og það er handan við hornið og við vonum að það gangi hratt og örugg­lega fyrir sig.“