Hópur ó­breyttra borgara sem hafa beðið vikum saman í Azovs­tal stál­verk­smiðjunni í Maríu­pol eru loksins komnir burt úr borginni eftir 200 km ferða­lag til Za­poriz­hzhia.

Sam­kvæmt BBC voru hátt í 70 þeirra í felum í verk­smiðjunni í næstum tvo mánuði en þetta var í fyrsta skipti sem það var opnað fyrir flutning á fólkinu úr verk­smiðjunni en full­trúar á vegum Sam­einuðu Þjóðanna og al­þjóða­deildar Rauða krossins hafa verið milli­ðir í að koma fólkinu frá borginni.

„Við vorum að missa alla von. Við héldum við værum aldrei að fara komast út,“ segir ein kona í sam­tali við BBC.

Um hundrað manns enn fastir í verksmiðjunni

Rússar náði yfir­ráðum á hafnar­borginni Maríu­pol fyrir nokkrum vikum síðan en flutningur al­mennra borgara úr síðasta víginu, stál­verk­smiðjunni Azovs­tal, hófst um helgina.

Um hundrað manns eru enn fastir í verk­smiðjunni og er ekki enn ljóst um hvort og hvernig þeim verður komið út. Hópurinn sem komst út á sunnu­daginn sagði að sprengju­regn Rússa í kringum verk­smiðjuna væri enda­laust.

Það var mikið um faðmlög og grátur í Zaporizhzhia.
Fréttablaðið/EPA

Sam­kvæmt blaða­manni BBC í Za­poriz­hzhia var mikið um grátur og faðm­lög á svæðinu þegar hópur borgara úr verk­smiðjunni hitti fjöl­skyldu og vini eftir margra vikna fjar­veru.

„Börnin okkar gátu ekki sofið. Þau grétu og voru hrædd“

Katarina, sem BBC ræddi við, yfir­gaf rútuna með allar eigur sínar í litlum bak­poka á­samt tveimur upp­gefnum börnum sínum, sex og ellefu ára, sem hafa búið í neðan­jarða­gögnum verk­smiðjunnar í næstum tvo mánuði á meðan þau lifðu á birgðum sem Úkraínskir her­menn gáfu þeim.

„Frá morgni til kvölds voru sprengjur allt um kring,“ segir Katarina í sam­tali við BBC. „Börnin okkar gátu ekki sofið. Þau grétu og voru hrædd og það voru við líka,“ bætir hún við.

Sum börn voru föst í neðanjarðarbirgjum verskmiðjunnar í næstum tvo mánuði
Fréttablaðið/EPA