Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn, í­trekaði íkvöld­fréttum ríkis­út­varpsins í kvöld að þegar kemur að smit­vörnum gegn kóróna­veirunni sem veldur CO­VID-19 sjúk­dómarnir, beri allir á­byrgð. Það sé ekki einungis rekstrar­aðilar veitinga­húsa-og skemmti­staða.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá gerði lög­reglan út­tekt á smit­vörnum hjá 24 veitinga-og skemmti­stöðum í mið­bæ Reykja­víkur í gær. Níu staðir stóðust kröfur lög­reglu en fimm­tán talsins gerðu það ekki. Töluðu lög­reglu­menn um að þeir hefðu hrein­lega ekki hætt sér inn á staðina af ótta við smit.

„Við berum líka á­byrgð, við megum ekki gleyma því. Við getum ekki bara verið að benda á hvert annað. Við tökum á­kvörðun um að fara inn á stað sem er troð­fullur af fólki og það er okkar á­kvörðun. En það er að sjálf­sögðu líka á á­byrgð rekstrar­aðilana að tryggja það að reglum sé fram­fylgt eins og hægt er.“

Í kvöld­fréttar­tímanum sagðist Víðir ekki geta úti­lokað að smit muni greinast eftir fjóra fimm daga í kjöl­far her­leg­heitanna í mið­bænum um helgina. Hann voni þó að sjálf­sögðu að svo verði ekki.

„En núna erum við því miður að fást við dæmi úr einka­sam­kvæmum sem tengjast Vesta­mann­eyjum sem við höfum verið að tala um síðustu vikuna. Við skulum vona að við verðum ekki að tala um veitinga­staði í mið­borginni um næstu helgi.“