„Ég fæddist með fá­gæta fötlun, en vissi ekki af því. Ég var of há­vaxin, of klaufsk, lé­leg í í­þróttum og gat ekki setið kyrr,“ sagði Sif Holst, vara­for­maður Danske handi­ca­porgan­is­ationer, systur­sam­taka Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands, á 60 ára af­mæli ÖBÍ í dag.

Sif fjallaði á af­mælis­við­burði sam­takanna um mikil­vægi samnings Sam­einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en Dan­mörk hefur þegar lög­fest samninginn. Ís­lensk stjórn­völd undir­rituðu samninginn árið 2007, full­giltu hann árið 2016 en hafa ekki enn lög­fest.

Sif sagði í á­varpi sínu að hún hafi verið að­eins 20 ára þegar hún var greind með Ehlers-Dan­los heil­kenni og vefjagigt og var þá ráð­lagt að hefja barn­eignir sem fyrst.

„Mér var sagt að ég myndi lík­lega þurfa hjóla­stól. Ég fékk minn fyrsta hjóla­stól sem 24 ára borgar­full­trúi. Ég fæddi son minn og var mánuði seinna greind með krabba­mein. Ég var hætt sem borgar­full­trúi innan sex mánaða. 26 ára gömul var ég farin snemma á eftir­laun,“ sagði Sif.

Hún sagði að saga af upp­runa sé mikil­væg og að hennar saga sé um líkama sem tók ó­vænta stefnu, um veikindi, sárs­auka og fötlun. En að saga hennar sé líka um lífs­vilja, trú á gjafir sem við erum öll fædd með, að sjá mögu­leikana og þörf á breytingum.

„…og að vita að styrkur minn kemur frá sárs­auka mínum.“

Frá afmælishátíð ÖBÍ í dag.
Mynd/Öryrkjabandalagið

Fordómar gegn fötluðum algengir

Sif sagði í á­varpi sínu að það að vera með fötlun sé að miklu leyti að vera öðru­vísi.

„Sumum líður eins og þau séu utan­garðs, sumum er sagt að þau hafa ekkert fram að færa, ég var meira að segja einu sinni spurð hvort ég gæti stundað kyn­líf. Það er mikið af for­dómum gagn­vart fötluðu fólki, um hvað við erum fær um og hvað við erum ekki fær um að gera,“ sagði Sif.

Hún sagði að í for­dómunum fælist ótti um að fötlunar-pólitík snerist að­eins um hvað ætti að gefa einum sam­fé­lags­hópi og að ef að fjár­fest sé í fötlun þá séu teknir fjár­munir frá öðrum hópi, eins og börnum, öldruðum eða öðrum sam­fé­lags­hópi.

„Að vera með fötlun er að hluta til að vera öðru­vísi, kannski erum við fædd með fötlun eða lífið hefur breytt okkur, um leið og við færum okkur á­fram. Við erum öðru­vísi en við erum ekki minna virði,“ sagði Sif.

Hún tók dæmi um tákn­mál og sagði það miklu meira en stað­gengil talaðs máls

„Með því segirðu söguna með höndunum, and­litinu þínu og brosinu þínu,“ sagði Sif og tók annað dæmi um ein­hverfu og sagði það miklu meira en að vera við­kvæmt barn eða full­orðinn heldur snúist það um að sjá, heyra og skynja hluti sem ekki aðrir skynja, heyra eða sjá. Eins sé það með þau sem eru í hjóla­stól.

Að vera með fötlun er að hluta til að vera öðru­vísi, kannski erum við fædd með fötlun eða lífið hefur breytt okkur, um leið og við færum okkur á­fram. Við erum öðru­vísi, en við erum ekki minna virði

Samningurinn mikilvæg leið til að viðurkenna rétt fatlaðra

Hún sagði að það væri mikil­vægt að finna betri leiðir til að meta mis­mun og að undir­rita, full­gilda og lög­festa Samning Sam­einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks væri ekki að­eins góð leið til að vernda við­kvæma hópa heldur væri það stórt skref í áttina að því að meta mis­mun og tæki­færi fyrir hvert sam­fé­lag til að þróast í betri átt.

Hún sagði að samningurinn væri ítar­legur og langur og að þar væri að finna leið­beiningar fyrir menntun, heil­brigði, fé­lags­lega kerfið og leið­beiningar um þátt­töku fatlaðra á öllum helstum sviðum sam­fé­lagsins.

„Samningurinn viður­kennir okkur, fólk með fötlun. Okkur eru gefin réttindi,“ sagði Sif og að um leið og þjóðir heims undir­riti og full­gildi samninginn þá sé það gert með því lof­orði að upp­fylla og inn­leiða þessi réttindi.

Hún sagði að nor­rænu þjóðirnar séu allar að inn­leiða samninginn og sagði að löndin gætu lært af hvoru öðru og stutt við hvort annað.

„Þetta er tæki­færi til að meta mis­muninn, að viður­kenna fólk með fötlun fyrir allt sem við erum. Heimurinn okkar er að breytast. Far­aldurinn kom bankandi og kenndi okkur að við þurfum að vera miklu al­var­legri þegar kemur að því að glíma við mis­mun í heil­brigði,“ sagði Sif og sagði að flóðin í Þýska­landi hafi einnig kennt okkur um mikil­vægi þess að vera með flótta­á­ætlanir fyrir fatlaða.

„Heimurinn stendur aldrei í stað, eða fer aftur til fyrr tíma, og við verðum að hætta að hika. Samningur Sam­einuðu þjóðanna leið­beinir okkur að nauð­syn­legum breytingum og fólk með fötlun eru til­búin að styðja við þessa veg­ferð. Til­búin að að­stoða við inn­leiðinguna. Og innan nor­rænu landanna getum við þróað tæki­færi fyrir fram­tíðina saman,“ sagði Sif að lokum.