Skúli Jóns­son, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu, segir að lög­regla sé enn í við­ræðum við byssu­manninn við Mið­vang 41 í Hafnar­firði. Maðurinn er einn í í­búðinni og segir Skúli að lög­reglan verði á svæðinu þar til maðurinn kemur út.

Skúli ræddi við fjöl­miðla rétt fyrir klukkan 12 í dag.

Það var um hálf átta leytið í morgun að til­kynning barst lög­reglu um að skotið hefði verið á bif­reið fyrir aftan verslun Nettó við Mið­vang af svölum í­búðar skammt frá. Eig­andi bílsins fór í skýrslu­töku hjá lög­reglu í morgun og sagði Skúli að hann fengi nú þann stuðning sem hann þyrfti. Ekki er talið að tengsl séu á milli byssu­mannsins og eig­anda bif­reiðarinnar.

Lög­regla var með mikinn við­búnað á vett­vangi og var fjöldi lög­reglu­bíla, tveir sjúkra­bílar og sér­sveit lög­reglunnar send á vett­vang þegar í stað. Leik­skóli er í götunni og sagði Skúli að 17 börn og 21 starfs­maður hefðu verið mætt í skólann þegar út­kallið kom. Hópurinn heldur sig nú í öðrum enda hússins og segir Skúli að allir þar séu öruggir. Fengu börn og nem­endur sendar pizzur til sín í há­deginu.

„Staðan er sú að það er maður sem er einn í íbúð sinni og við erum að tala við hann. Okkar mat er það að að­stæður hér séu öruggar,“ sagði Skúli og bætti við að lög­regla væri búin að loka af nokkuð stórt svæði.

„Mark­miðið er að fá manninn heilan út og klára þetta með þeim hætti. Við höfum nægan tíma,“ sagði hann en hátt í 20 lög­reglu­þjónar eru á vett­vangi. Dróni hefur sveimað yfir fjöl­býlis­húsinu þar sem maðurinn heldur sig og þá njóta lög­reglu­menn góðs af ró­bóta sem var sendur inn í stiga­gang hússins.

Skúli í­trekaði að lög­regla væri til­búin að vera á vett­vangi þar til maðurinn kemur út. Öðrum í­búum stiga­gangsins er gert að halda sig innan­dyra. „Við erum með skot­línuna alla tryggða, það er alveg á hreinu,“ sagði hann.

Skúli benti svo á að ef ein­hverjum líður illa, í­búum á svæðinu eða öðrum, séu starfs­menn Rauða krossins til­búnir að ræða við fólk í gegnum hjálpar­símann 1717.

17 börn voru mætt í leikskólann í morgun þegar tilkynnt var um málið. Lögreglumenn komu pizzum til þeirra í hádeginu.
Mynd/Ernir Eyjólfsson
Hátt í 20 lögreglumenn eru á vettvangi.
Mynd/Ernir Eyjólfsson