Fjölmiðlar í Noregi hafa fengið í hendurnar meint hótunarbréf mannræningja í Hagen-málinu. Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem hefur verið saknað frá því 31. október 2018 afhenti lögreglunni bréfið daginn sem hún hvarf.

Bréfið er alls fimm blaðsíður en í því segir að sá sem skrifi bréfið hafi eiginkonu Tom í haldi og ef að hann vilji sjá hana á lífi aftur þá verði hann að fylgja öllum leiðbeiningum.

Þá segir í bréfinu að ef lögreglu eða fjölmiðlum verði blandað í málið sé verið að beita mannræningjana þrýstingi. Ef þrýstingurinn verður of mikill velja þeir frelsið fremur en peningana.

Bréfið er skrifað í hástöfum og á bjagaðri norsku. „Ef lögreglu og fjölmiðlum verður blandað í málið setur þú þrýsting á okkur. Of mikill þrýstingur á okkur þýðir að við veljum frekar frelsi fram yfir peninga og minnkum áhættuna á því að nást. Drepum og losum okkur við líkana Anne-Elisabeth og látum hana hverfa," segir í bréfinu.

Lögregla telur að bréfið hafi verið sérstaklega skrifað til að villa fyrir um morðið á Anne-Elisabeth en lögreglan telur að Tom Hagen standi á bak við hvarf hennar. Sjálfur neitar hann öllum ásökunum um að hafa eitthvað með hvarf eiginkonu sinnar að gera.

Dagblaðið VG hefur lagt spurningar fyrir lögreglu varðandi hótunarbréfið, meðal annars hvort þeir telji sig vita hver skrifaði það. Lögreglan sagðist ekki getað gefið neitt upp fyrr en eftir helgi.