Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir var gestur morgun­vaktarinnar á Rás 1 í morgun þar sem hann í­trekaði mikil­vægi þess að hafa að­gát með far­aldrinum jafn­vel þótt að staða mála sé með besta móti hér á landi. Að­spurður um hve­nær væri hægt að lýsa yfir fullnaðar­sigri í bar­áttunni við veiruna sagði Þór­ólfur að það myndi vonandi koma að því en hann gæti ekki sagt hve­nær það yrði.

„Hve­nær það verður veit maður svo sem ekki og á hvaða tíma­punkti á að lýsa því yfir. Ég held að það komi kannski ekki einn dagur þar sem menn segja ‚Já nú er þetta alveg búið‘. Það tekur jafn­vel þá eitt­hvað annað við,“ sagði Þór­ólfur.

Hann lýsti þeim árangri sem náðst hefur í sótt­vörnum á Ís­landi sem á­fanga­sigri.

„Þó að gangi vel hér þá er bara tölu­verður vöxtur í far­aldrinum í mörgum löndum og það er ekki búið að bólu­setja nema bara brot af heiminum og meðan þetta er í gangi í heiminum þá þurfum við, jafn­vel hér á Ís­landi að hafa gát á. Fylgjast vel með, sjá eru veirur að koma hér inn, hvaða veirur eru það, erum við að fá nýjar veirur sem að sleppa undan bólu­setningum eða fyrri sýkingum og svo fram­vegis? Þannig að það sem ég tala um að þetta sé svona á­fanga­sigur. við erum klár­lega komin á mjög góðan stað og vonandi getum við bara við­haldið því,“ sagði Þór­ólfur.

Þór­ólfur tók undir það að langt væri í land hvað bólu­setningar varðar á heims­vísu og sagði tvo mögu­leika vera í stöðunni.

„Það eru tveir mögu­leikar í stöðunni. Það er annað hvort að fólk bara al­mennt sýkist af veirunni eða þá að við náum að bólu­setja sem flesta. Það er enginn milli­vegur þar á milli, veiran hún fer ekki neitt í burtu og við sleppum ekkert undan henni. Það er annað hvort að fá hana eða að láta bólu­setja sig,“ sagði hann.

Að­spurður um stöðuna á landa­mærunum sagði Þór­ólfur að það væri rétt að verið væri að slaka á á landa­mærunum gagn­vart fólki sem er með vott­orð um bólu­setningu eða fyrri CO­VID sýkingu.

„Hvað þýðir það í raun og veru? Við erum að greina fólk á landa­mærunum bólu­sett með veiruna, það verður bara að segjast eins og er og við vitum ekki ná­kvæm­lega hvaða þýðingu hefur það. Þetta er yfir­leitt fólk sem er með mjög lítil eða engin ein­kenni. Við vitum ekki ná­kvæm­lega, mun þetta fólk smita út frá sér, þeir sem eru bólu­settir? Rann­sóknir sýna það að þeir sem eru bólu­settir það eru miklu minni líkur að þeir smiti út frá sér, það eru svona fjöl­skyldu­rann­sóknir sem að segja það. En það eru náttúr­lega óbólu­sett fólk enn þá til staðar hér og það verður,“ sagði Þór­ólfur.

Hægt er að hlusta á sam­talið við Þór­ólf Guðna­son í Morgun­vaktinni á Ruv.is