„Við erum ekki hrædd við Rússa,“ segir Sauli Niini­stö, for­seti Finn­lands í við­tali við SVT Ag­enda.

Hann segir að Finnar verði að vera vakandi og að inn­ganga í NATO þurfi að gerast hratt.

Niini­stö og Sanna Marin for­sætis­ráð­herra lýstu á fimmtu­dag yfir stuðningi við NATO-aðild Finn­lands og að það ætti að leggja fram um­sókn „án tafar“.

Að sögn Niini­stö hefur málið verið rætt í nokkra mánuði og á­kvörðunin er ekki tekin í flýti.

„Það er enginn á­stæða til þess að bregðast ekki við núna,“ sagði Niini­stö og ætlar for­setinn að hringja í Vla­dí­mír Pútín rúss­lands­for­seta á laugar­daginn.

Á mánu­dag kemur finnska þingið saman til þess að á­kveða hvort landið sæki um aðild að NATO.