Kóróna­veirufar­aldurinn er enn í hægum vexti hér á landi, þó ekki veldis­vexti, sam­kvæmt Þór­ólfi Guðna­syni sótt­varnar­lækni. 73 ný smit greindust hér­lendis síðasta sólar­hringinn og hafa nú 963 smitast í heildina.

„Við erum ekki hálfnuð í þessu lang­hlaupi. Það er nauð­syn­legt að hvetja menn til dáða og gefast ekki upp,“ í­trekaði Þór­ólfur á blaða­manna­fundi sem hófst klukkan 14 í dag. „Enginn hlekkur má bresta ef við ætlum að ná til­ætluðum árangri.“


Hann sagði þá að vöxtur far­aldursins síðustu daga fylgi bestu mögu­legu spám miðað við fjölda til­fella. Fjöldi inn­lagna á spítala og gjör­gæslu virðist hins vegar fylgja svörtustu spám en nú liggja 18 á spítala og þar af sex á gjör­gæslu með CO­VID-19.


Hann þakkaði loks sér­stak­lega starfsfólki á veiru­fræði­deild Land­spítalans og Ís­lenskri erfða­greiningu fyrir vinnu sína á erfiðum tímum.