Kosninga­úr­slitin í Reykja­vík sýna að flokkurinn er með mjög skýrt um­boð til pólitískrar for­ystu í borginni, að mati Einars Þor­steins­sonar odd­vita Fram­sóknarflokksins í Reykja­vík.

Hann segir að ekki hafi munað nema 300 at­kvæðum að Fram­sókn fengi fimmta manninn inn.

Einar verður í við­tali á Frétta­vaktinni í kvöld en hægt er að horfa á við­talið hér fyrir neðan.

,,Meiri­hlutinn féll og það eru skýr skila­boð frá kjós­endum. Því er enginn að fara að ganga inn í neinn nú­verandi meiri­hluta næstu fjögur árin. Við erum að tala um nýjan meiri­hluta með nýjum mál­efna­samningi,“ segir Einar í við­talinu.

Engar form­legar við­ræður um meiri­hluta eru hafnar. Ó­form­legar við­ræður fara nú fram og segist Einar hafa rætt í Hildi, Dag, Þór­dísi Lóu og Kol­brúnu í dag. Hann segir líklegt að einhverjir dagar líði áður en meirihluti verði myndaður.

„Það þarf að myndast traust milli fólks. Ég ætla ekkert að drífa mig í þessu en það er þó gott að hafa á­kveðinn tíma­ramma því borgar­stjórn kemur saman í byrjun júní og þá er gott að vera búin að ljúka þessu,“ segir Einar.