Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir að Ís­lendingar séu nú að sjá á­kveðna niður­sveiflu í CO­VID-19 far­aldrinum þar sem tölur yfir smit síðustu daga hafa farið fækkandi. Hann sagði þó að þeim tölum þyrfti að taka með fyrir­vara þar sem færri sýni voru tekin um helgina.

„Við erum á við­kvæmum tíma í far­aldrinum. Þótt við séum að sjá svona niður­sveiflu þá er enginn tími til að slaka á þeim að­gerðum sem hafa verið í gangi og mikil­vægt að halda á­fram þeim tak­mörkunum sem sem hafa verið í gangi,“ sagði Þór­ólfur á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag.

Smit innan fjölskyldna, í vinahópum og í skólum

Alls greindust 42 innan­landsmit í gær en en hlut­fall já­kvæðra sýna var rúm­lega fimm prósent, hærra en síðustu daga. Þá greindust 22 við landa­mæra­skimun þar sem um var að ræða hóp sem var að koma frá Pól­landi. Að sögn Þór­ólfs mun koma í ljós hvort kúrvan sé á niður­leið á næstu vikum.

Upp­runi þeirra smita sem hafa verið að greinast má einkum rekja til líkams­ræktar­stöðva og kráa á höfuð­borgar­svæðinu en smit síðustu daga hafa helst komið upp innan fjöl­skyldna, í vina­hópum og á vinnu­stöðum, að sögn Þór­ólfs. Þá hafa einnig komið upp nokkur smit í skólum.

„Þetta segir okkur að nú ræður á að fjöl­skyldur, vina­hópar og vinnu­staðir passi sig sér­stak­lega á því að hópast ekki of mikið saman, þannig fáum við ekki að fá bak­slag í far­aldurinn,“ sagði Þór­ólfur.

Hann bætti við að það væri á­stæða til að hvetja fólk til að forðast hóp­myndun og minna á ein­stak­lings­bundnar sótt­varnir. „Þetta eru þau at­riði sem munu koma okkur í gegnum þessa bylgju og gera okkur jafn­framt kleift að slaka sem fyrst á þeim hamlandi að­gerðum sem gripið hefur verið til.“

Allir þurfi að standa saman

Að sögn Þór­ólfs er kjarninn í reglu­gerð heil­brigðis­ráðu­neytisins, sem tekur gildi á morgun, að koma í veg fyrir hópa­myndun og gæta vel að fjar­lægðar­mörkum. Hann sagði nokkuð mis­ræmi vera milli til­lagna hans og reglu­gerðinni sem væri nú verið að skoða, helst væri um ræða eitt­hvað sem þyrfti að skýra betur.

„Ég vil hvetja alla til að reyna að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi, að vera ekki að reyna að komast undan þeim tilmælum sem hafa verið í gangi eða skilgreina sig frá reglugerðinni,“ sagði Þórólfur og bætti við að allir þyrftu að taka þátt í að­gerðunum svo Ís­lendingar geti komist í saman gegnum far­aldurinn.