Sau­tján þing­menn stjórnar­and­stöðunnar lögðu fram þings­á­lyktunar­til­lögu í dag sem leggur til að farið verði þjóðar­at­kvæða­greiðslu um fram­hald við­ræðna um aðild Ís­lands að Evrópu­sam­bandinu fyrir árslok.

„Al­þingi á­lyktar að fram fari þjóðar­at­kvæða­greiðsla fyrir árs­lok 2022 um hvort halda skuli á­fram aðildar­við­ræðum Ís­lands við Evrópu­sam­bandið. Eftir­farandi spurning verði borin upp í þjóðar­at­kvæða­greiðslunni:
Vilt þú að Ís­land taki upp þráðinn í við­ræðum við Evrópu­sam­bandið með það að mark­miði að gera aðildar­samning sem borinn yrði undir þjóðina til sam­þykktar eða synjunar?“ segir í þings­á­lyktunar­til­lögunni og eru svar­mögu­leikarnir já eða nei.

Í ó­undir­búnum fyrir­spurnum á Al­þingi í dag spurði Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, Katrínu Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra hvort hún styðji þessa endur­fluttu þings­á­lyktunar­til­lögu um þjóðar­at­kvæða­greiðslu.

„Ég tel ein­fald­lega að gallarnir séu miklu fleiri en kostirnir“

Katrín hóf mál sitt á að segja hún hefði talið far­sælla að halda þjóðar­at­kvæða­greiðslu áður en ráðist var í þá veg­ferð að sækja um aðild árið 2009.

„Ég held að hafi verið mis­tök hjá mér og öðrum þeim sem greiddu at­kvæði gegn þeirri til­lögu að ráðast í þjóðar­at­kvæða­greiðslu áður en sótt var um aðild. En þannig var það,“ sagði Katrín.

„Þá var það lykil­at­riði í þá­verandi stjórnar­sam­starfi Vinstri grænna og Sam­fylkingar að þessi um­sókn yrði lögð fram og að ekki yrði ráðist í þjóðar­at­kvæða­greiðslu áður og við stóðum við það. Ég hef svo sem ekki skipt um skoðun á því að ég tel mjög mikil­vægt að leita leið­sagnar þjóðarinnar í slíkum stórum málum. Eins og ég sagði að ég hefði betur verið gert þannig 2009,“ sagði Katrín.

Hún bætti við að henni finnst mikil­vægt að það væri meiri­hluti á Al­þingi fyrir ESB-aðild áður en haldið væri í þjóðar­at­kvæða­greiðslu.

„En ég ætla að líka að upp­lýsa hér alveg heiðar­lega að ég er þeirrar skoðunar að Ís­landi sé vel borgið þar sem það er. Að við eigum ekki að ráðast í það að fara inn í Evrópu­sam­bandið. Það hef ég þá af­stöðu, hef ég mótað með mér í tölu­vert langan tíma vegna þess að ég tel ein­fald­lega að gallarnir séu miklu fleiri en kostirnir, þótt ég sé fyrsta manneskjan til að viður­kenna það að þetta er ekki-svart hvítt mál,“ sagði Katrín.

Logi Einarsson er einn flutningsmanna þingsályktunartillögunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Alþingi aldrei dregið umsóknina tilbaka

Logi sagði að aðildar­um­sókn Ís­lands sem var lögð fram á sínum tíma væri enn í fullu gildi enda væri Al­þingi ekki búinn að draga hana til­baka áður en hann í­trekaði spurningu sína til Katrínar.

„Spurningin er sára­ein­föld og við hljótum, herra for­seti, að geta krafist svara: Mun hæst­virtur for­sætis­ráð­herra styðja það að þjóðin fái að greiða at­kvæði um hvort við höldum á­fram aðildar­við­ræðum til máls?“

Katrín benti Loga á að nú þegar væri til­laga á Al­þingi um að draga um­sóknina til baka af hálfu Al­þingis en sagði síðan að henni fyndist mikil­vægt að fyrsta væri meiri­hluti á Al­þingi fyrir ESB-aðild áður en leitað væri í þjóðar­at­kvæða­greiðslu.

„Ég vil bara segja það heiðar­lega hér. Að mínu viti tel ég mikil­vægt að það sé meiri hluti á þinginu til að fylgja eftir aðildar­um­sókn að Evrópu­sam­bandinu. Ég hefði lagt á það á­herslu ef sá meiri hluti er fyrir hendi hér á þingi að sá meiri hluti leitaði leið­sagnar þjóðarinnar áður en fram væri haldið,“ sagði Katrín að lokum.