Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg fór af stað með um­ferðar­á­tak í dag þar sem mark­miðið er að breyta við­horfi öku­manna og fá bíl­stjóra á öllum aldri til að hugsa sig um áður en að gripið er í símann eða keyrt of hratt, að sögn Svan­fríði Önnu Lárus­dóttur verk­efna­stjóra slysa­varna.

Sam­kvæmt Svan­fríði hefur við­horf Ís­lendinga gagn­vart um­ferðinni breyst nokkuð á undan­förnum árum. „Hegðun okkar er ein­hvern veginn meira ó­hlýðin,“ segir hún.

„Við sjáum til dæmis tölu­verða hækkun þar sem fólki finnst frekar allt í lagi að vera með snjall­símann undir stýri, við sjáum að fólki finnst allt í lagi að keyra hraðar en þrjá­tíu á þrjá­tíu götum,“ segir Svan­fríður. „Fólki finnst meira allt í lagi að fara hraðar en á níu­tíu.“

Í við­horfs­könnun Sam­göngu­stofunnar fyrir árið 2021 mátti einnig sjá slakara við­horf svar­enda gagn­vart því að nota öryggis­belti og keyra undir á­hrifum á­fengis. Skýrsla Sam­göngu­stofu um um­ferðar­slys frá árinu 2021 sýndu jafn­framt fram á aukningu slysa og slysaðra miðað við árið á þar á undan. Árið 2020 var þó lægra en meðal­tal síðustu tíu ára.

Í skýrslunni segir að meira sé um að ungir öku­menn slasist og ó­varnir veg­far­endur, til að mynda á raf­hlaupa­hjólum. Árið 2021 voru 16,8 prósent slysa þar sem ein­staklingar slösuðust al­var­lega eða létust af völdum raf­hlaupa­hjóla. Lítið var um slík slys árið 2020 og engin fyrir það.

Svan­fríður segir að Lands­björg hafi lengi unnið að því að minnka notkun snjall­síma undir stýri og nú einnig hjá öku­mönnum raf­hlaupa­hjóla.

Gefa sig á tal við fólk á ferðinni

Einingar frá Lands­björg verða á ferðinni í allt sumar. „Á bæjar­há­tíðum og tjald­svæðum og þar sem þeim þykir best henta eftir því hvað er að gerast á þeim lands­hluta,“ segir Svan­fríður.

Fólk úr slysa­varna­fé­laginu mun spjalla við fólk um allt land um um­ferðar­öryggi, dreifa bæklingum, minna á öku­hraða og fleira í þeim dúr. Auk þess munu þau gefa fólki glæra fram­rúðu­plástra sem Sjó­vá lætur fram­leiða og eiga að koma í veg fyrir að sprungur í fram­rúðum stækki.

„Svo erum við með skemmti­leg mynd­bönd líka á sam­fé­lags­miðlum, sem eru svona teikni­myndir þar sem bíl­stjórinn er flug­stjórinn og far­þeginn er flug­þjónninn,“ segir Svan­fríður. „Þetta er aðal­lega að minna bíl­stjórann á að hann þarf að hafa augun á veginum og hendur á stýri.“

Svan­fríður segir að Lands­björg vilji, á­samt öðrum stofnunum, ná að breyta við­horfum fólks og fá það til að hugsa sig tvisvar um. „Við verðum bara að taka okkur taki,“ segir hún. „Við berum öll á­byrgð í um­ferðinni.“