„Þar kom að því. Ég er kom­inn í hóp meiri­hluta þjóðar­inn­ar sem er með þrá­hyggju fyr­ir Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, að hans mati,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í andsvari sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, í umræðum um þriðja orkupakkann á Alþingi í dag. Guðlaug­ur og Sigmundur tók­ust á um meinta þrá­hyggju Guðlaugs gagn­vart Sig­mundi Davíð í tengsl­um við umræðuna um þriðja orkupakk­ann.

„Ég meina, þriðji orkupakkinn, þetta er aukaatriði. Við erum öll með þráhyggju út af þér,“ sagði Guðlaugur Þór í kaldhæðni. Sjáðu ræðuna í heild sinni hér fyrir neðan.

Umræður um þriðja orkupakka Evrópusambandsins fer fram á Alþingi. Þingmenn takast á um orkupakkann og er mikill hiti í leiknum.