Hrafn Jökuls­son segir að bar­átta sín í nauðungar­vistun á geð­deild Land­spítalans hafi frá fyrsta degi snúist um að taka ekki lyfin þeirra.

Hrafn ræðir málin ítar­lega í helgar­blaði Frétta­blaðsins, veikindi sín og bar­áttuna gegn ís­lenska ríkinu sem Hrafn hefur stefnt fyrir harka­lega frelsis­sviptingu fyrir tveimur árum og lækna­mis­tök.

„Frá fyrsta degi var mér gert ljóst að ég ætti að taka geð-lyf. Hvað eru geð­lyf? Það veit enginn. Það veit enginn hvernig þau virka eða af hverju þau virka. Eða virka þau? Nei. Vest­ræn geð­læknis­fræði eru kukl. Vest­rænir geð­læknar vita ekkert um manns­hugann og þeir vita ekki einu sinni hvernig geð­lyfin virka,“ segir Hrafn meðal annars í við­talinu.

Á endanum misstu læknarnir þolin­mæðina gagn­vart Hrafni og hótuðu honum að kalla út hið svo­kallaða varnar­teymi geðsviðsins.

„Og nauðungar­sprauta mig, þvert ofan í það sem ég hafði sagt þeim, að það sam­rýmdist ekki trúar­brögðum mínum. Þetta væri eins og að neyða beikon ofan í múslima,“ segir Hrafn sem beið stað­fastur þess sem verða vildi.

„Svo rann stóri dagurinn upp að læknarnir misstu þolin­mæðina og kölluðu á varnar­teymið til þess að sprauta mig. Mér var gert ljóst að ef ég tæki ekki pillu yrði mér haldið niðri og ég sprautaður.

Ég og varnar­teymið áttum af­skap­lega skemmti­lega kvöld­stund. Ég rabbaði fyrst við strákana um ýmis sið­fræði­leg mál­efni og þeirra eigin fram­lag til lífsins og hvað þeir hefðu gert til mál­staðarins. Við áttum saman góða stund fyrir af­tökuna og svo var ég tekinn og mér var haldið niðri og af fjórum full­frískum karl­mönnum og sprautaður með þessum ó­geðs­legu kemísku efnum sem sam­rýmist ekki mínum lífs­skoðunum og trúar­brögðum.“

Helgar­við­tal Frétta­blaðsins við Hrafn í heild sinni.