Tveir sjúkrabílar og einn dælubíll frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu eru á vettvangi eftir árekstur við gatnamótum við Hringbraut og Njarðargötu á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er lögregla einnig á vettvangi en ekki fengust upplýsingar um það hvort einhvern sakaði eða hvers konar bíla um ræðir. Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild ríkislögreglustjóra er Hringbrautin enn opin en tafir gætu orðið við Njarðargötu. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum á vettvangi.

Uppfært kl. 15:37: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um að ræða árekstur tveggja jepplinga. Starfi á vettvangi er lokið og voru tveir fluttir á slysadeild með minniháttar áverka. 

Fréttin hefur verið uppfærð.