Klaustursupptökurnar

„Við skulum hafa á hreinu að skömmin er þeirra“

Guð­mundur Ingi Kristins­son, þing­maður Flokks fólksins, segir að hann hafi aldrei heyrt á­líka tals­máta og við­hafður var í sam­ræðum sex­menningana úr Mið­flokknum og Flokki fólksins á Klaustri bar að kvöldi 20. nóvember.

Guðmundur Ingi á fundi með framkvæmdastjórn Flokks fólksins í síðustu viku. Fréttablaðið/Eyþór

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, segir að hann hafi aldrei heyrt álíka talsmáta og viðhafður var í samræðum sexmenningana úr Miðflokknum og Flokki fólksins á Klaustri bar að kvöldi 20. nóvember.

Hann gefur lítið fyrir orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem segir fleiri þingmenn hafa gerst seka um að hafa látið miður falleg ummæli falla um vinnufélaga sína. Hann viti sjálfur til þess að verri ummæli hafi verið látin falla um hann.

„Ég hef aldrei heyrt svona umræðu. Að klína því yfir á alla aðra er með ólíkindum. Að sitja undir þeirri umræðu er eiginlega stórfurðulegt og þeim til skammar sem ætla að reyna að réttlæta það. Það er ekki hægt að réttlæta þetta,“ sagði Guðmundur Ingi í umræðum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag.

Þess fyrir utan hljóti staðreyndin að þingmennirnir hafi verið að drekka á vinnutíma, þegar umræða um fjárlög fór fram í þinginu, vera eitt það alvarlegasta við málið og þingmönnunum sex til skammar.

„Við skulum hafa á hreinu að skömmin er þeirra og allar tilraunir til að reyna að koma því yfir á okkur munu mistakast og við munum aldrei líða það. Þeir geta horft í spegil. Þeirra er skömmin og þeir eiga að taka á sínum málum. Komið þeim ekki yfir á okkur,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Klaustursupptökurnar

Ólafur og Karl Gauti til liðs við Miðflokkinn

Klaustursupptökurnar

Stjórnar­flokkar nýti sér að­stæður „til að ganga á bak orða sinna“

Klaustursupptökurnar

Segja Báru hafa dul­búið sig áður en hún byrjaði að taka upp

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Auglýsing