Stjórn­endur hótela í Reykja­vík berjast í bökkum við að við­halda þjónustu í ljósi verk­falls VR og Eflingar. Sól­borg Stein­þórs­dóttir, hótel­stjóri Hótels Holts, er búin að vera á vaktinni með eig­andanum síðan um mið­nætti í nótt. Hún vonar að það semjist sem fyrst og hefur á­hyggjur af á­fram­haldandi verk­falli. 

„Þetta er gríðar­legt álag á okkur stjórn­endur. Ég er búin að vera á vaktinni síðan á mið­nætti. Eig­andinn var líka með mér,“ segir Sól­borg í sam­tali við Frétta­blaðið. 

Hún segir hótelið hafa þurft að fækka fram­boði af her­bergjum til að geta veitt gestum ein­hverja þjónustu. Stjórn­endur geti ekki unnið bæði störf VR starfs­manna og Eflingar á sama tíma. 

„Við höfum ekki mögu­leika á að vera með fram­boð í sam­ræmi við fjölda her­bergja. Þjónustan er ekki í sam­ræmi við það sem við erum að veita venju­lega. Við gátum engan veginn verið að þrífa her­bergi, taka á móti gestum og af­greiða morgun­mat.“ 

Að­spurð um við­brögð gesta, segir Sól­borg þá sýna mikinn skilning og að allir haldi ró sinni. „Gestirnir hafa sýnt þessu þolin­mæði, við vorum búin að undir­búa gestina um hvað væri í vændum. Það hafa allir tekið þessu með ró og skilning.“ 

Sól­borg hefur á­hyggjur af í­mynd Ís­lands sem á­fanga­stað og vonar að ríkis­sátta­semjari nái að semja sem fyrst. „Auð­vitað er þetta ekki gott fyrir í­mynd Ís­lands. Ég hef á­hyggjur af því að fólk muni hafa van­trú á okkur sem á­fanga­stað. Við höldum að við séum nafli al­heimsins. Þannig er það ekki.“ 

Sól­borg segir hótelið geta lifað af sóla­hrings­verk­fall VR og Eflingar í bili en hefur á­hyggjur af á­fram­haldandi að­gerðum. 

„Við lifum af einn dag en við erum að verða af tekjum ef þetta heldur á­fram.“