„Þær eru að koma út núna og við ætlum að labba með þeim fylktu liði upp að Gamla bíó,“ segir Val­gerður Árna­dóttir, starfs­maður á fé­lags­sviði Eflingar. 

Val­gerður var fremst í flokki meðal starfs­fólks Eflingar fyrir framan Hótel Borg þegar blaða­mann bar að garði laust fyrir klukkan tíu í morgun, rétt áður en verk­fall hófst, þar sem hún stóð við skilti með slag­orðunum: „Við erum hér. Við erum í verk­falli. Sættið ykkur við það.“

Val­gerður segist finna fyrir mikilli sam­stöðu meðal fólks. 

„Við löbbum saman að Gamla bíó þar sem þær skrá sig til þess að fá greiðslu úr vinnu­deilu­sjóði og það veðrur dag­skrá allan daginn fyrir þær sem taka þátt," segir hún, en lang­flest starfs­fólk eru konur af er­lendum upp­runa. Að­spurð hvers vegna fólk þurfi að mæta í Gamla bíó til þess að geta fengið greitt úr vinnu­deilu­sjóði, segir Vala að um sé að ræða hefð. Að auki gefist stéttar­fé­laginu þar kostur á á að upp­lýsa fólk um stöðu mála. 

„Við viljum bara upp­lýsa þær og sýna þeim sam­stöðu og þetta verður svona létt og skemmti­leg dag­skrá yfir daginn. Svo munum við fara í kröfu­göngu klukkan 16, sem er enda­punkturinn.“