Mette Fredriksen, forsætisráðherra Dana, skýrði frá því í gær, að afloknum fundi með fulltrúum Grænlands og Færeyja um hlutverk landanna í Norðurskautsráðinu, að tvö síðarnefndu löndin fengju stærra hlutverk á vettvangi Norðurskautsráðsins.

„Við áttum innihaldsríkt spjall um hver talar fyrst fyrir hönd konungsríkisins á vettvangi Norðurskautsráðsins,“ sagði forsætisráðherrann á blaðamannafundi. Niðurstaðan varð að fyrst tali fulltrúi Grænlands, svo Færeyja og rekur Danmörk lestina. Jafnframt var ákveðið að óska eftir því að Grænland undirriti yfirlýsingar ráðsins fyrir hönd danska konungsríkisins.