Sam­Festingurinn, ár­leg há­tíð Sam­fés, fer fram í kvöld og á morgun sam­kvæmt á­ætlun þrátt fyrir veður­við­varanir og verk­föll. Hópar utan höfuð­borgar­svæðis eru nú þegar lagðir af stað og eru að­stand­endur há­tíðarinnar spenntir fyrir dag­skránni þar sem yfir 4000 ung­menni munu koma saman. 

„Við erum löngu búin að skipu­leggja þetta. Allir sem koma utan af landi hafa haft færi á að fá rútur sem tengjast ekki Eflingu eða VR,“ segir Victor Berg Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­fés, í sam­tali við Frétta­blaðið í dag. 

Fé­lags­mið­stöðvar innan höfuð­borgar­svæðisins munu ferðast með strætó, einka­bílum og rútum utan Eflingar og VR. 

Gul storm­við­vörun er í gildi á höfuð­borgar­svæðinu en fyrir norðan og austan er hún appel­sínu­gul. Þar er búist við stór­hríð; miklum vindi og ofan­komu. Victor segist vera bjart­sýnn þrátt allt. 

„Það er alltaf eitt­hvað sem gerir þetta spennandi. Við erum búin að vera í stöðugu sam­bandi við fé­lags­mið­stöðvarnar og erum að benda fólki á að láta sér­fræðingana taka á­kvarðanirnar.“ 

Söng­keppni Sam­fés, sam­taka fé­lags­mið­stöðva á Ís­landi, fer svo fram í Laugar­dals­höll á morgun. Þrjá­tíu bestu söng­at­riði landsins koma fram en undan­keppnir hafa farið fram í öllum lands­hlutum. Flest laganna verða flutt af ungum hljóð­færa­leikurum á sviði og mörg þeirra eru frum­samin.