Veður

Veðurfræðingur: „Rólegheitin standa stutt“

Veðrið gengur niður í kvöld en von er á úrkomu og vindum frá nýrri lægð strax á morgun.

Lægðir og aftur lægðir stýra veðrinu á landinu þessar vikurnar.

Lægðin sem fer yfir landið í dag er vægari en síðustu helgar. Hún er þó nógu öflug til að trufla samgöngur, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Í kvöld mun þessi lægð fjarlægjast okkur og skaplegt veður verður á landinu. Adam er þó ekki lengi í paradís. „Rólegheitin standa stutt og strax í nótt fer að bæta í vind aftur. Suður af landinu má búast við stórri og mikilli lægð sem færir okkur hlýrra loft. „Hún sendir hins vegar skil yfir landið og í þeim er austan stormur og úrkoma. Við þessar aðstæður myndast jafnan skæður vindstrengur syðst á landinu, nánar tiltekið í Vestmannaeyjum, undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli og þaðan allt austur í Öræfi. Lægð morgundagsins færir okkur gusu af mildara lofti en verið hefur yfir okkur undanfarið, það þýðir að úrkoman á morgun verður ýmist rigning, slydda eða snjókoma,“ segir á vefnum.

Á fimmtudag er spáð rólegu veðrið um mestallt land og á föstudag og laugardag suðvestan kalda eða strekkingi með éljum sunnan- og vestanlands. „Með öðrum orðum, þá er ekki spáð óveðri á landinu frá fimmtudegi til laugardags og eru það tíðindi í sjálfu sér.“

Gul viðvörun er í gildi fyrir landið allt ef suðurströndin er frátalin. Það þýðir að veðrið geti haft nokkur eða staðbundin áhrif og valdið töfum, slysum eða tjóni ef aðgát er ekki höfð. Á samgöngur þýðir viðvörunin að veðrið hefur óveruleg áhrif á samgöngur og innviði eða þjónustu. Litlar eða miðlungslíkur eru á að mjög áhrifamikið veður skelli á innan þriggja til fimm daga.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

​ Rigning í dag og rok í kvöld

Veður

Hvasst, blautt og mikill öldugangur

Veður

Stormur á öllu landinu í dag

Auglýsing

Nýjast

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing