Veður

Veturinn kíkir við

Útlit er fyrir vetrarlegra veður næstu daga en síðust. Allt að nítján gráðu frosti er spáð og snjókomu.

Næsta vika verður kaldari en þær síðustu. Spáð er allt að 19 stiga frosti.

Útlit fyrir vetrarlegra veður á landinu en hefur verið í janúar, en það gengur í norðaustanátt í dag með snjókomu eða éljum í flestum landshlutum, en slyddu með suðurströndinni. Norðaustlæg átt 8-15 m/s upp úr hádegi, hvassast norðan til, að því sem fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunar. 

„Bætir heldur í vind þegar líður á daginn, hvassviðri eða jafnvel stormur um landið norðvestanvert og él, en heldur hægari vindur og snjókoma um landið norðaustanvert og má því búast við lélegu skyggni á þeim slóðum og vetrarfærð. Einnig má búast við snjómuggu sunnantil á landinu þó þar verði mun hægari vindur.“
Dregur úr vindi og ofankomu í nótt og á morgun en birtir víða til.

Á mánudag:
Gengur í suðaustan 8-15 með snjókomu, fyrst suðvestantil. Slydda eða rigning sunnanlands um tíma síðdegis. Suðvestan 5-13 og skúrir eða él SV-til um kvöldið. Frost 0 til 6 stig, en 0 til 4 stiga hiti við S-ströndina. 

Á þriðjudag:
Hvöss norðaustanátt og víða snjókoma eða él fyrir norðan, en ananrs mun hægari og úrkomuminna. Dregur úr vindi og ofankomu um kvöldið. Frost 0 til 9 stig, mildast syðst. 

Á miðvikudag:
Norðlæg átt og stöku él, einkum fyrir norðan. Frost 2 til 14 stig, kaldast inn til landsins. 

Á fimmtudag:
Breytileg átt. Snjókoma eða él í flestum landshlutum og frost um mest allt land, kaldast A-til. 

Á föstudag:
Útlit fyrir austlæga átt. Sums staðar él og víða frost, síst allra syðst.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Vetrarfærð og slæm hálka

Veður

Smá úrkoma en gott ferðaveður í dag

Veður

Kalt og slæm færð í dag

Auglýsing

Nýjast

„Hverfandi líkur“ á því að sjá til al­myrkvans í nótt

Hellisheiði opin en Kjalarnes enn lokað

Fjórir á slysa­deild með minni­háttar á­verka

Lokað um Hellis­heiði, Þrengsli og Kjalar­nes

Tvær rútur út af á Kjalarnesi

Ekið aftan á lögreglubifreið á vettvangi slyss

Auglýsing