Ekkert lát er á styrk heim­skauta­hvirfilsins og langt er síðan hann hefur verið á­líka öflugur og í vetur. Hver lægðin á fætur annarri hefur herjað á Ís­lendinga. Margir eru orðnir lang­þreyttir á stormum, snjó­komu og frosti. En vetur konungur er hvergi nærri hættur og því miður er engra breytinga að vænta á næstum vikum.

Á veður­síðunni Blika.is segir að spá um styrk vestan­áttarinnar um­hverfis norður­skautið verði svipuð næstu vikur eins og verið hefur eða fram í mars. Veðrið verður á­fram svipað og verið hefur.

Helbláar súlur fram í mars eins og sjá má af skjáskoti af vef Blika.is

Á Blika.is segir að lægðirnar muni ganga meira austur fyrir land og þaðan yfir Bret­lands­eyjar. Það þýðir ekki að við sleppum. Þvert á móti er spáin fyrir næstu vikur að það verði á­fram fremur svalt og suma daga muni frostið bíta í kinnar. Þá má búast við að verði úr­komu­samt, að mestu él en snjó­koma annað slagið um allt land.

Á sunnu­dag er spáð snjó­komu­bökkum suð­vestan­lands. Niður­staða Blika um hryggja marga en þar segir ein­fald­lega:

„Enga leysingu að sjá út mánuðinn!“