Bílaumboðið Askja heldur sérstaka vetrarsýningu nk. laugardag kl. 12-16 í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Krókhálsi 11. Mercedes-Benz býður upp á mjög breiða línu bíla, allt frá hinum sportlega A-Class til hinna stóru og stæðilegu GLS og G-Class jeppa. Á vetrarsýningunni verður lögð sérstök áhersla á jeppalínu þýska lúxusbílaframleiðandans og eru þar í aðalhlutverkunum GLA, GLC og GLE auk áðurnefndu GLS og G-Class. Allir bílar Mercedes-Benz eru fáanlegir með 4MATIC aldrifskerfi sem hentar sérlega vel fyrir íslenskar aðstæður. 

Sítengda 4MATIC aldrifskerfið stuðlar að auknu akstursöryggi í rigningu, ísingu, snjókomu og á slæmum vegum. Í stað hefðbundinnar mismunadrifslæsingar styðst nýjasta kynslóð Mercedes-Benz 4MATIC við rafeindastýrða læsingu sem er fullkomlega samhæfð bílnum. Á sýningardegi fylgir skíðaferð fyrir tvo til Austurríkis með hverjum seldum bíl. Auk þess býður Askja 25% afslátt af þverbogum, skíðafestingum, farangursboxum og mottum fyrir alla Mercedes-Benz bíla.