Í dag er suð­læg átt, 5 til 13 metrar á sekúndu en norð­austan­átt á Vest­fjörðum. Snjó­koma verður með köflum, einkum vestan- og norð­vestan til.

Í hug­leiðingum veður­fræðings Veður­stofunnar kemur fram að í dag eigi að birta til á Suður­landi síð­degis og að frost verði 0 til 10 stig en hiti 0 til 4 stig með Suður­ströndinni.

Á morgun er út­lit fyrir suð­austan­átt með lítils háttar éljum sunnan­lands en annars bjart­viðri og hlýnandi veður.

Á vef Vega­gerðarinnar kemur fram að vetrar­færð sé í flestum lands­hlutum og mjög víða snjó­þekja á vegum en einnig þæfings­færð á nokkrum leiðum. Unnið er að mokstri.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á fimmtu­dag:
Suð­austan 8-13 m/s, él og hiti um og yfir frost­marki sunnan- og vestan­lands en hægari vindur, þurrt og frost 0 til 5 stig norð­austan­til.

Á föstu­dag:
Suð­austan 10-18 m/s, hvassast syðst. Dá­lítil él sunnan til og hiti 0 til 4 stig. Heldur hægari vindur, bjart með köflum og vægt frost um norðan­vert landið.

Á laugar­dag:
Á­kveðin suð­austan­átt með slyddu og síðar rigningu en úr­komu­lítið á Norður­landi. Hlýnandi veður.

Á sunnu­dag:
Suð­austan­átt og rigning en á­fram úr­komu­lítið fyrir norðan. Hiti 3 til 8 stig.

Á mánu­dag:
Suð­aust­læg átt með dá­lítilli rigningu sunnan- og suð­austan­lands en annars þurrt að kalla. Kólnandi.

Á þriðju­dag:
Út­lit fyrir norð­aust­læga átt og lítils háttar vætu austan til en annars þurrt.

Hægt er að fylgjast með veðri ávef Veður­stofunnar og færð vega hjá Vega­gerðinni.