Vetrarfærð er í öllum landshlutum en þá síst á Suðausturlandi, éljagangur er á Vestfjörðum og á landinu norðan og austanverðu.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Á flestum stöðu er hálka eða hálkublettir, sumstaðar éljagangur og skafrenningur.

Vegurinn um Víkurskarð er lokaður vegna snjóa og þungfært er á Breiðdalsheiði. Á öðrum stöðum má gera ráð fyrir snjóþekju, hálku og éljagangi.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur biðlað til fólks að fara varlega í umferðinni vegna hálku á götum og stígum.