Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er vetrarfærð um allt land, hálka, hálkublettir og snjóþekja. 

Éljagangur er á Tröllaskaga, Siglufjarðarvegi og í Suðursveit á Suðausturlandi. 

Þungfært er norður í Árneshrepp. 

Vegagerðin vekur einnig athygli á að Umhverfisstofnun hafi lokað Fjaðrárgljúfri, en lokunin verður endurskoðuð ekki síðar en 23. janúar. Þetta er gert bæði af öryggisástæðum og til að koma í veg fyrir frekari gróðurskemmdir á svæðinu. Bílastæðið er einnig lokað og ekki er hægt að leggja bílum í næsta nágrenni við svæðið.