Innlent

Vetrarfærð um allt land

Það er vetrarfærð um allt land og hálka og snjóþekja á þjóðvegum. Þungfært er norður í Árneshrepp og éljagangur á nokkrum stöðum.

Það er vetrarfærð á þjóðvegunum í dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint. MYND/VILHELM

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er vetrarfærð um allt land, hálka, hálkublettir og snjóþekja. 

Éljagangur er á Tröllaskaga, Siglufjarðarvegi og í Suðursveit á Suðausturlandi. 

Þungfært er norður í Árneshrepp. 

Vegagerðin vekur einnig athygli á að Umhverfisstofnun hafi lokað Fjaðrárgljúfri, en lokunin verður endurskoðuð ekki síðar en 23. janúar. Þetta er gert bæði af öryggisástæðum og til að koma í veg fyrir frekari gróðurskemmdir á svæðinu. Bílastæðið er einnig lokað og ekki er hægt að leggja bílum í næsta nágrenni við svæðið. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Aug­lýsa eftir verslunar­manni í Ár­nes­hreppi

Innlent

Fram­sýn slæst í för með VR og Eflingu

Innlent

Síbrotamaður áfram í gæsluvarðhaldi

Auglýsing

Nýjast

Fyrir­skipa rann­sókn á hvernig 737-vélarnar fengu flug­leyfi

„Mér fannst ég gríðar­lega mis­heppnuð“

Fimmtíu fastir um borð í logandi farþegaflugvél

Þre­menningum sleppt úr haldi að lokinni skýrslu­töku

Veita frítt í strætó á næsta „gráa degi“

Mætti með „heima­til­búið“ svif­ryk í pontu

Auglýsing