Innlent

Vetrarfærð um allt land

Það er vetrarfærð um allt land og hálka og snjóþekja á þjóðvegum. Þungfært er norður í Árneshrepp og éljagangur á nokkrum stöðum.

Það er vetrarfærð á þjóðvegunum í dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint. MYND/VILHELM

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er vetrarfærð um allt land, hálka, hálkublettir og snjóþekja. 

Éljagangur er á Tröllaskaga, Siglufjarðarvegi og í Suðursveit á Suðausturlandi. 

Þungfært er norður í Árneshrepp. 

Vegagerðin vekur einnig athygli á að Umhverfisstofnun hafi lokað Fjaðrárgljúfri, en lokunin verður endurskoðuð ekki síðar en 23. janúar. Þetta er gert bæði af öryggisástæðum og til að koma í veg fyrir frekari gróðurskemmdir á svæðinu. Bílastæðið er einnig lokað og ekki er hægt að leggja bílum í næsta nágrenni við svæðið. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Píratar leggja fram frum­varp um nýja stjórnar­skrá

Innlent

Birtir ræðuna sem ekki mátti flytja á Alþingi

Innlent

„Marxísk“ stefna í heil­brigðis­málum

Auglýsing

Nýjast

Öldungar­deildar­þing­maðurinn Kamala Har­ris til­kynnir for­seta­fram­boð

Telja tíu af eftir sprengingu í flutninga­skipi á Svarta­hafi

Ísraelar réðust á írönsk skot­mörk í Sýr­landi

Fresta ekki Brexit né halda þjóðar­at­­kvæða­­greiðslu

Vonast til að ná til Julens á morgun

Ræddi tillögur ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál

Auglýsing