Bandaríkin undirbúa nú nýjan pakka með hergögnum fyrir Úkraínu upp á um tvo milljarða dala, jafnvirði 284 milljarða króna. Í honum verða langdrægar eldflaugar auk búnaðar fyrir Patriot-varnarkerfið og sprengjur sem skjóta má með mikilli nákvæmni.
Frakkar og Ítalir eru fyrir sitt leyti að leggja lokahönd á afhendingu meðaldrægra flugskeyta sem skotið er af jörðu niðri.
Þar er meðal annars um að ræða Aster 30-kerfið sem er eitt þeirra kerfa sem geta skotið niður rússnesku Kh-11 flaugarnar sem Rússar hafa beint að borgarlegum skotmörkum.

Fréttablaðið/Graphic News