Umferðarslys varð á Vesturlandsvegi í dag. Lögregla hefur nú lokað fyrir umferð um Kjalarnes og Hvalfjarðargöng.

Lögreglan sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og er mikill fjöldi viðbragðsaðila á vettvangi og fleiri á leið á vettvang.