Vest­manna­eyingar eru beðnir um að halda sig innan­dyra, en þetta kemur fram í Face­book færslu lög­reglunnar í Vest­manna­eyjum. Þar kemur fram að veðrið hafi versnað tölu­vert í Eyjum.

Er Björgunar­fé­lag Vest­manna­eyja að sinna út­köllum víðs­vegar um bæinn. Veður hefur versnað mjög mikið út á Eiði og hefur verið tekin á­kvörðun hjá Björgunar­fé­laginu að ekki sé stætt að sinna út­köllum þar.

Því hefur lög­regla lokað fyrir alla um­ferð um Eðið og biður lög­regla alla um að hlýta þeim lokunum. Með þeim orðum eru allir beðnir um að vera kyrrir heima þar sem ekkert ferða­veður er.