Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á Ísafirði hafa falið Guðmundi Gunnarssyni bæjarstjóra að óska eftir samstarfi við Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp um endurskoðun almenningssamgangna. Einnig er kallað eftir því að Fjórðungssamband Vestfirðinga komi að verkefninu.

Samkvæmt stuttri greinargerð hefur verið skortur á góðum almenningssamgöngum á Ísafirði, meðal annars með tilliti til tómstunda og íþróttaæfinga. Strætisvagnar Ísafjarðar bjóða upp á fjórar til sex ferðir á milli Ísafjarðar, Hnífsdals, Holtahverfis, Flateyrar, Suðureyrar og Þingeyrar á dag. Engu að síður þurfa íbúar oft að bíða lengi eftir ferðum.