Innlent

Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri

Einar Bárðarson er meðal fimmtán umsækjenda um stöðu bæjarstjóra í Árborg.

Líklega er hann þó þekktastur fyrir umboðsmennsku fyrir stúlknabandið Nylon og gekk undir nafninu umboðsmaður Íslands. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Einar Þór Bárðar­son er meðal um­sækj­enda um stöðu bæjar­stjóra í Ár­borg. Fimm­tán sóttu um starfið þar á meðal tólf karlar og þrjár konur. Þrír fyrrverandi bæjarstjórar eru meðal umsækjenda, Gunnsteinn R. Ómarsson sem var bæjarstjóri Ölfuss frá árinu 2013, Gísli Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Ólafur Örn Ólafsson sem hóf störf bæjarstjóra í Ölfusi árið 2010.

Listann má sjá hér að neðan.

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri
Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dorota Feria Escobedo, frístundaráðgjafi
Einar Bárðarson, samskiptastjóri
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Guðlaug Einarsdóttir, deildarstjóri
Gunnsteinn R. Ómarsson,bæjarstjóri
Haukur Þór Þorvarðarson, enskukennari
Kristján Sturluson, sérfræðingur
Linda Björk Hávarðardóttir, Vendor manager
Ólafur Örn Ólafsson, Fv. bæjarstjóri
Ómar Stefánsson, forstöðumaður
Sverrir Sigurjónsson, sölustjóri
Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri

Einar sem er frá Sel­fossi hefur hefur verið sam­skipta­stjóri Hafnar­fjarðar­bæjar frá því í ágúst 2017 en hann var ráðinn tíma­bundið í stað Ár­dísar Ár­manns­dóttur sem hefur verið í fæðingar­or­lofi sem líkur nú í ágúst.

Áður starfaði hann sem rekstrar­stjóri Reykja­vík Excursions og var for­stöðu­maður hjá Höfuð­borgar­stofu. Þá hefur hann einnig starfað sem sjálf­stæður ráð­gjafi í ferða­þjónustu og hefur einnig komið víða við í tón­listar­legum skilningi. Hann hefur sinnt um­boðs­mennsku fyrir ýmsa aðila, samið Euro­vision­lög, haldið tón­leika­við­burði og komið að menningar­við­burðum. Lík­lega er hann þó þekktastur fyrir um­boðs­mennsku fyrir stúlkna­bandið Nylon og bar lengi viður­nefnið um­boðs­maður Ís­lands.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Verðandi foreldrar geti andað léttar

Innlent

Var að taka fram­úr þegar áreksturinn varð

Innlent

Mót­mæla af­sökunar­beiðni Stein­gríms til Kjærs­ga­ar­d

Auglýsing

Nýjast

Skógareldar í Svíþjóð: „Þetta gæti versnað“

Ein kona lést í gíslatöku í Los Angeles

Fyrrverandi ráðgjafi Trump neitar samráði við Rússa

Síðustu orðin sem hún heyrði: „Taktu barnið“

Lét höfuðið hanga fram af brautar­palli

Þriggja ára drengur jafnar sig eftir sýruárás

Auglýsing