Kæru­nefnd út­lendinga­mála sneri við úr­skurði Út­lendinga­stofnunar um að senda sómalska flótta­konu úr landi. Gunnar Wa­age, mágur konunnar, lýsir vinnu­brögðum Út­lendinga­stofnunar (ÚTL) í máli hennar sem bæði hroð­virknis­legum og ó­vönduðum. Í úr­skurði kæru­nefndar kemur fram að verulegir ann­markar hafi verið á með­ferð málsins af hálfu ÚTL sem hafi auk þess byggt á­kvörðun sína á gömlum gögnum.

„Mér finnst alveg nauð­syn­legt að fólk sjái með berum augum hvers lags vinnu­brögð fara þarna fram. Þú ert með alveg aug­ljósan pólitískan vilja sem er sá að reyna að draga úr hælis­leit­endum til landsins,“ segir Gunnar en eigin­kona hans, Hodman Omar Heidar, fékk al­þjóð­lega vernd á Ís­landi í desember 2020.

Systir Hodman, sem vill ekki koma fram undir nafni, kom til Ís­lands í gegnum Tyrk­land, Grikk­land og Holland síðasta haust en þar eð hún hafði ekki hlotið al­þjóð­lega vernd í neinu þeirra landa var ekki hægt að beita Dyflinar­reglu­gerðinni. Hún sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi í októ­ber 2021 en fékk synjun um vernd og dvalar­leyfi á grund­velli mann­úðar­sjóna­miða frá ÚTL í mars 2022.

Í úr­skurði ÚTL frá 11. mars segir meðal annars að stofnunin hafi „komist að þeirri niður­stöðu að um­sækjandi sé ekki flótta­maður og að henni skuli synjað um réttar­stöðu flótta­manns og við­bótar­vernd á Ís­landi. Enn fremur skuli henni synjað um dvalar­leyfi á grund­velli mann­úðar­sjónar­miða.“

Konan kærði úr­skurðinn til kæru­nefndar út­lendinga­mála í apríl 2022 sem sneri við á­kvörðun ÚTL í byrjun júní­mánaðar. Í úr­skurði kæru­nefndar kemur fram að ýmsu hafi verið á­bóta­vant í máls­með­ferð ÚTL.

Gunnar Waage ásamt tveimur öðrum sómölskum flóttakonum sem til stendur að senda úr landi.
Mynd/Aðsend

„Við drepum þig þegar við sjáum þig“

Konan sem um ræðir er 37 ára gömul fimm barna móðir frá Moga­dishu, höfuð­borg Sómalíu. Hún starfaði sem túlkur fyrir friðar­gæslu Afríku­þjóða í Sómalíu (AMISON) og fyrir kven­réttinda­sam­tökin Somali Wo­men De­velop­ment Center (SWDC).

Í frá­sögn konunnar kemur fram að hún hafi í­trekað mátt sæta hótunum vegna starfa sinna fyrir áður­nefnd sam­tök af hálfu með­lima ís­lömsku hryðju­verka­sam­takanna Al-Shaba­ab sem hafa ítök víð­vegar um Sómalíu og sverja sig í ætt við Al-Kaída.

Í kringum ágúst 2020 hafi vinur konunnar hringt í hana og sagst hafa séð mynd af henni í blaði með hótun frá Al-Shaba­ab sem yfir­skrift: „Við drepum þig þegar við sjáum þig“. Konan kvaðst ekki hafa séð um­rætt blað sjálf en segir það vera þekkta taktík hjá Al-Shaba­ab að birta hótanir gegn starfs­mönnum friðar­gæslu- og mann­réttinda­sam­taka á opin­berum stöðum.

Frelsis­svipting og tvær hryðju­verka­á­rásir

Þá kvaðst konan hafa lifað af tvær hryðju­verka­á­rásir Al-Shaba­ab, annars vegar árið 2017 og hins vegar 2018. Í fyrra skiptið missti hún með­vitund og var í dái í þrjá daga og hlaut varan­legan heyrnar­skaða. Í síðara skiptið hlaut hún einnig heyrnar­skaða og blæddi úr eyrum hennar.

Í úr­skurði kæru­nefndar er haft eftir konunni:

„Í mars 2021 hafi kærandi síðan verið numin á brott af liðs­mönnum Al- Shaba­ab þegar hún hafi verið stödd á markaði í Mó­ga­disjú að kaupa föt á börnin sín. Henni hafi verið haldið í á þriðja dag í dimmu her­bergi á­samt nokkrum öðrum konum. Á meðan hún hafi verið í haldi hafi hún hvorki fengið vott né þurrt. Þá hafi hún verið barin í höfuðið og henni hótað líf­láti. Kæranda hafi verið sagt að hún væri heiðingi, að hún myndi þjást og fengi ekki að deyja auð­veld­lega.“

Konan kveðst hafa verið leyst úr haldi Al-Shaba­ab af full­trúum sómalskra stjórn­valda en síðar hafi lög­reglan tjáð henni að hryðju­verka­sam­tökin hafi haft í hyggju að háls­höggva hana og hinar konurnar. Í kjöl­far frelsis­sviptingarinnar á­kvað hún að flýja Sómalíu þar eð hún taldi sig ekki vera örugga lengur í heima­landinu. Fram kemur í máls­gögnum að hún taldi sér ekki fært að leita verndar hjá só­mölskum stjórn­völdum vegna í­taka Al-Shaba­ab innan stjórn­sýslunnar.

Í mars 2021 hafi kærandi síðan verið numin á brott af liðs­mönnum Al- Shaba­ab þegar hún hafi verið stödd á markaði í Mó­ga­disjú að kaupa föt á börnin sín. Henni hafi verið haldið í á þriðja dag í dimmu her­bergi á­samt nokkrum öðrum konum.

Út­lendinga­stofnun mistúlkaði orð

Út­lendinga­stofnun gerði ýmsar at­huga­semdir við frá­sögn konunnar og fram kemur í upp­haf­lega úr­skurðinum að stofnuninni „þótti frá­sögn um­sækjanda ekki á allan hátt trú­verðug“.

Í fyrsta lagi gerði ÚTL at­huga­semdir við það að konan hefði ekki getað veitt „greinar­góðar upp­lýsingar“ um dag­blaðið þar sem hótunin birtist. Hún virtist ekki hafa reynt að verða sér úti um ein­tak af blaðinu og gat ekki sagt um hvaða blað var að ræða. Í úr­skurði kæru­nefndar kemur hins vegar fram að þetta hafi stafað af mis­skilningi sem hafi komið upp í túlkun frá­sagnar konunnar í við­tali hjá ÚTL.

„Ekki hafi verið um dag­blað að ræða heldur ein­hvers konar lista eða skjal tengdu Al-Shaba­ab. Í því sam­hengi vísar kærandi til við­tals hjá Út­lendinga­stofnun þar sem hún hafi talað um „paper“ sem hafi verið mistúlkað sem dag­blað,“ segir í út­skurði kæru­nefndar.

Skrifstofur Útlendingastofnunar í Hafnarfirði.
Fréttablaðið/Valli

Þorði ekki að leita til lög­reglu

Í öðru lagi gerði Út­lendinga­stofnun at­huga­semd við það að konan hefði ekki leitað til sómalskra yfir­valda eða lög­reglu í kjöl­far frelsis­sviptingarinnar og full­yrðingar hennar um að Al-Shaba­ab væri valda­meiri í Sómalíu heldur en lög­reglan.

„Að mati Út­lendinga­stofnunar þykir þessi fram­burður um­sækjanda at­hyglis­verður einkum í ljósi þess að hún kvað aðila á vegum sómalskra stjórn­valda hafa leyst sig úr haldi frá Al-Shaba­ab liðum og jafn­framt komið í veg fyrir að hún yrði tekin af lífi, saman­ber frá­sögn um­sækjanda,“ segir í úr­skurði ÚTL.

Í úr­skurði kæru­nefndar kemur hins vegar fram að heimildir stofnunarinnar renni stoðum undir þær full­yrðingar konunnar að ekki sé hægt að fá vernd stjórn­valda í Sómalíu vegna of­sókna Al-Shaba­ab og út­breiðslu þeirra í landinu.

Al­mennum borgurum ó­hætt fylgi þeir sjaría­lögum

Þá dró Út­lendinga­stofnun í efa að konunni stafaði sér­stök hætta af Al-Shaba­ab vegna kyn­ferðis síns og starfs síns fyrir friðar­gæslu­sam­tökin AMISON.

Að sögn ÚTL bera heimildir með sér að hryðju­verka­sam­tökin geri „al­mennt ekki lágt setta starfs­menn eða með­limi al­þjóð­legra- og frjálsra fé­laga­sam­taka að skot­marki sínu“ og að konur séu ó­lík­legri en karlar til að lenda í á­rásum Al-Shaba­ab á þeim svæðum þar sem AMISON eða sómalskar her­sveitir séu fyrir. Að sögn ÚTL beina Al-Shaba­ab einna helst spjótum sínum að hátt­settum aðilum svo sem stjórn­mála­mönnum, ætt­bálka­leið­togum, fjöl­miðla­mönnum og hátt­settum starfs­mönnum al­þjóð­legra sam­taka.

„Ó­lík­legt er að al­mennir borgarar sem tengjast hvorki yfir­völdum né al­þjóða­sam­tökum steðji hætta af sam­tökunum. Sömu sögu er að segja um ein­stak­linga sem búa á svæðum þar sem Al-Shaba­ab fara með stjórnar­taumana nema þeir fari ekki eftir hinni ströngu túlkun Al-Shaba­ab á íslamskri hegðun og gætu þar með dregið at­hygli að sér,“ segir í úr­skurði ÚTL.

Með vísan til framan­greindrar um­fjöllunar kæru­nefndar um að­stæður kvenna er það mat kæru­nefndar að skortur á rann­sókn og rök­stuðningi hvað þennan þátt varðar í á­kvörðun Út­lendinga­stofnunar teljist veru­legur ann­marki sem hafi getað haft á­hrif á niður­stöðu í máli kæranda.

Veru­legur ann­marki í á­kvörðun ÚTL

Að mati kæru­nefndar eru full­yrðingar konunnar um að með­limir Al-Shaba­ab beini spjótum sínum einkum að starfs­mönnum og stuðnings­mönnum ríkis­stjórnarinnar og al­þjóð­legum sam­tökum studd af gögnum og heimildum. Kæru­nefndin mat það sem svo að konan gæti raunar verið í aukinni hættu á að verða fyrir of­sóknum hryðju­verka­sam­takanna vegna starfa sinna og fyrri af­skipta af sam­tökunum ef henni yrði gert að snúa aftur til Sómalíu.

Þá gerði kæru­nefndin sér­staka at­huga­semd við skort á um­fjöllun um stöðu kvenna í Sómalíu í á­kvörðun Út­lendinga­stofnunar en hvergi í upp­runa­legum úr­skurði ÚTL er vikið að al­mennum að­stæðum kvenna þar í landi:

„Með vísan til framan­greindrar um­fjöllunar kæru­nefndar um að­stæður kvenna er það mat kæru­nefndar að skortur á rann­sókn og rök­stuðningi hvað þennan þátt varðar í á­kvörðun Út­lendinga­stofnunar teljist veru­legur ann­marki sem hafi getað haft á­hrif á niður­stöðu í máli kæranda.“

Þá er einnig tekið fram að Út­lendinga­stofnun hafi byggð á­kvörðun sína á gömlum heimildum um Sómalíu í stað nýrra. Þar á meðal sjö ára gamalli skýrslu Landin­fo (sér­stök deild innan norsku út­lendinga­stofnunarinnar) um al­þjóða­stofnanir í Sómalíu frá 2015 og fimm ára gamalli skýrslu danska flótta­manna­ráðsins um öryggis­á­stand í landinu frá 2017.

Sómalskar konur mótmæla hryðjuverkasamtökunum Al-Shabaab í Mogadishu.
Fréttablaðið/EPA

Aukin hætta á of­sóknum í heima­landinu

Þrátt fyrir að Út­lendinga­stofnun hafi hvorki viljað fallast á að konan væri flótta­maður, né viljað veita henni dvalar­leyfi á grund­velli mann­úðar­sjónar­miða, auk þess að draga frá­sögn hennar í efa var það mat kæru­nefndar að frá­sögn konunnar og fram­burður væri trú­verðugur:

„Kærandi var trú­verðugur í frá­sögn sinni, en lítið sem ekkert mis­ræmi var í frá­sögn hennar varðandi störf hennar sem túlkur í heima­ríki, fjöl­skyldu­að­stæður hennar og flótta frá heima­ríki.“

Við á­kvörðun sína um að snúa við úr­skurði ÚTL taldi kæru­nefnd að „meta skuli vafa kæranda í hag“ og taldi að líkur væru á því að konan yrði í aukinni hættu á of­sóknum af hálfu Al-Shaba­ab ef hún myndi snúa aftur til Sómalíu.

„...kærandi hafi með rök­studdum hætti leitt líkur að því að hún kunni að eiga á hættu of­sóknir sem rekja megi til að­stæðna hennar í heima­ríki og að hún teljist því flótta­maður í skilningi 1. mgr. 37. gr. laga um út­lendinga,“ segir í úr­skurði kæru­nefndar.

Segir á­kvarðanir ÚTL byggjast á henti­semi

Gunnar Wa­age hefur barist fyrir réttindum flótta­fólks hér á landi og stóð ný­lega fyrir undir­skrifta­söfnun handa tveimur öðrum só­mölskum flótta­konum sem á að vísa úr landi. Hann segist hafa fundið sig knúinn til að segja frá máli mág­konu sinnar, í sam­ráði við hana, jafn­vel þótt far­sæl niður­staða hafi fengist að lokum.

„Ég var búinn að á­kveða að hvort sem hún fengi vernd eða ekki þá þyrfti þetta að koma fram. Fólk þyrfti að sjá þetta“.

Að mati Gunnars byggir Út­lendinga­stofnun á­kvarðanir sínar á henti­semi og telur hann vinnu­brögð stofnunarinnar ekki sam­boðin ís­lenskri stjórn­sýslu.

„Þetta kallast að vera með fyrir fram á­kveðna niður­stöðu en reyna að rök­styðja hana eftir á með bara hverju sem er. Þetta stenst engar kröfur,“ segir hann.

Jón Gunnars­son, dóms­mála­ráð­herra, full­yrti í við­tali á Sprengi­sandi í síðustu viku að Sómalía sé ekki eitt þeirra landa sem Ís­lendingar sendi flótta­menn aftur til. Gunnar segir þetta ekki alls kostar rétt í ljósi upp­runa­legs úr­skurðar ÚTL í máli mág­konu hans auk þess sem hann kveðst vita um fleiri fyrir­hugaðar brott­vísanir flótta­fólks til Sómalíu.

„Þeir eru ný­byrjaðir núna að stöðva komu flótta­fólks hingað þaðan. Þannig að þegar ráð­herra segir að við sendum ekki fólk til Sómalíu, þá er það bara ekki rétt,“ segir Gunnar.