Sam­kvæmt nýjum reglum um sam­komu­tak­markanir sem tóku gildi á mið­nætti mega nú 300 koma saman í stað 150. Þá verða fjar­lægðar­mörk nú einn meter í stað tveggja metra.

Á upp­lýsinga­vef al­manna­varna, co­vid.is, kemur fram að veitinga­staðir muni á­fram þurfa að skrá niður gesti sína. Nú er hins­vegar leyfi­legt að taka á móti gestum til mið­nættis sem yfir­gefa þurfa staðinn fyrir klukkan 01:00.

Þar sem ekki er hægt að við­hafa eins metra reglu skulu gestir bera grímu. Það á við í sviðs­listum, bíó­sýningum og á öðrum menningar­við­burðum, þar sem heimilt er að hafa allt að 150 manns á sviði og taka á móti 300 gestum.

Heimilt er að stunda í­þróttir inni og úti, sem og í­þrótta­keppnir og þá er leyfi­legt að taka á móti allt að 300 sitjandi gestum sem þarf að skrá. Þá opna sund­laugar fyrir leyfi­legan há­marks­fjölda og það sama á við um heilsu-og líkams­ræktar­stöðvar nema þar mega ekki vera fleiri en 300 í hverju rými að upp­fylltri eins metra reglu.

Undan­þegin grímu­skyldu eru allir sem fengið hafa CO­VID-19 og lokið ein­angrun, sem og þau sem ekki geta notað þær af heilsu­fars­á­stæðum. Fjölda­tak­markanir og fjar­lægðar­mörk eiga ekki við börn fædd 2015 eða síðar og grímu­skylda tekur ekki til barna sem fædd eru 2005 og síðar. Reglu­gerðin er í gildi til 29. júní.