Almennar samkomutakmarkanir fara í tíu úr tutttugu. Skólar halda áfram að vinna samkvæmt reglugerð. Skemmtistöðum verður lokað og spilasölum auk þess sem að viðburðir með hraðprófum verða ekki heimiliaðir lengur. Sundstaðir og líkamsrækt verða opnir en þó aðeins með heimild um 50 prósenta leyfilegan fjölda. Þetta gildir til 2. februar og tekur gildi á miðnætti í kvöld.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra fóru yfir stöðuna fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötunni eftir ríkisstjórnarfund í morgun, ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og sitjandi fjármálaráðherra.

Katrín Jakobsdóttir sagði fyrir utan ráðherrabústaðinn að það væri búið að fara yfir stöðuna og að það væri merkileg staða núna þegar það er nýtt afbrigði, Omíkron, sem valdi minni veikindum en væri svo smitnæmt að það valdi miklu álagi á heilbrigðiskerfið. hún sagði að samhliða hertum aðgerðum verði þörf á frekari efnahagsaðgerðum og að það yrði hluti þeirra ræddar í þingi á mánudag. Katrín sagði að horft yrði til fyrri aðgerða og að það myndu töluverðar fjárhæðir fara í það.

Willum sagði fyrir utan ráðherrabústaðinn að hertar takmarkanir væru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem skilaði þeim nýju minnisblaði eftir að aðgerðir voru framlengdar bara síðasta þriðjudag. Spurður hvaða möguleikar voru í boði í minnisblaði sóttvarnalæknis sagði Willm að fyrsti valkosturinn hafi verið óbreytt ástand en að þá hefðu smit líklega haldist jafnmörg, annar valkostur var sá sem að ákveðið var að fara og sá þriðji allsherjarlokun í tíu daga.

Willum sagði í máli sínu að staðan á spítalanum væri alvarleg og að þau muni styðja við spítalann með því að styrkja mönnum og fjölga rýmum.

Þórdís Kolbrún sagði í sínu máli að það sem snúi að efnahagsviðbrögðum muni fara inn í hvern þingflokk fyrir sig en að það snúi að frestun á gjalddögum. Þórdís Kolbrún sagði ríkisstjórnina hafa verið í góðu samstarfi við ferðaþjónustuaðila og að það væri von á tillögum í næstu viku til að styðja við þau.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra og sitjandi fjármálaráðherra, talað einnig við blaðamenn fyrir utan ráðherrabústaðinn.
Fréttablaðið/Anton Brink