Verð hlutamiða hjá Happdrætti Háskóla Íslands verður hækkað í 1.800 krónur, samkvæmt nýjum drögum dómsmálaráðherra. Miðinn hefur kostað 1.600 krónur síðan árið 2018.

Verðbreytingar hafa verið örar á undanförnum áratug. Árið 2010 kostaði miðinn 1.100 krónur og var hækkaður í 1.300 árið 2012 og 1.500 krónur árið 2015.

Gerir þetta hækkun um meira en 60 prósent.

Til samanburðar hækkaði miðinn aðeins um 300 krónur áratuginn þar á undan, úr 800 krónum í 1.100.

Samkvæmt nýjasta ársreikningi Happdrættis Háskóla Íslands, frá árinu 2019, var hagnaður félagsins rúmir 1,6 milljarðar króna, sem var aukning um 24 prósent frá árinu áður.